Erlent

Vorhret drepur hundruðir þúsunda lamba á Nýja Sjálandi

Nýborin lömb hafa drepist svo hundruðum þúsunda skiptir á Nýja Sjálandi í versta vorhreti sem skollið hefur á suðurhluta landsins í manna minnum.

Þetta vorhret kemur í kjölfar frekar milds veturs. En um leið og vetrinum lauk í síðustu viku tók við sex daga tímabil með blindhríðum og mikilli snjókomu.

Óveðrið skall á Southland í miðjum sauðburðinum. Fyrir utan þann gríðarlega fjölda lamba sem þegar hafa drepast hafa bændur miklar áhyggjur af þeim kindum sem ekki hafa enn borið.

Fyrir utan kuldann hefur hin mikla snjókoma gert það að verkum að sauðféið á í verulegum erfiðleikum með að komast niður á gras og næra sig.

Talið er að bændur í þessum landshluta muni missa um 15% af sauðfé sínu að jafnaði í þessu illvíga vorhreti. Þar sem meðalverð fyrir lamb að hausti á Nýja Sjálandi er um 7.000 krónur er talið að fjárhagstjón bændanna í heild geti numið allt að 4 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×