Sköpunargleði og metnaður hjá ungu kvikmyndagerðarfólki 29. nóvember 2010 10:19 Mikil sköpunargleði og metnaður einkenndi myndbönd barna og unglina sem tóku þátt í myndbandakeppni grunnskólanna sem haldin var í þriðja sinn í ár. Verðlaunaafhending fór fram í verslun 66° Norður í Faxafeni en þar veitti Katrín Jakobsdóttir bestu kvikmyndagerðarmönnunum verðlaun en börn af landsbyggðinni komu einstaklega vel út úr þessari keppni. Keppt var í tveimur flokkum en í flokki 8. - 10. bekkjar sigraði Bjarki Kjartansson úr Lundarskóla Akureyri. Í yngri flokki nemenda sigraði myndband frá 5. og 7. bekk í Bíldudalsskóla en þau gerðu þögla mynd um 66°NORÐUR manninn. Nemendurnir sem standa að baki myndbandinu eru fjórir: Matthías Karl Guðmundsson, Birna Sólbjört Jónsdóttir, Svanhildur Helgadóttir og Svanur Snær Jökulsson. Myndin þeirra er í stíl gömlu þöglu myndanna en þrátt fyrir ungan aldur virðast börnin frá Bíldudal kunna góð skil á þeirri hefð. Þau segja að helst hafi verið erfitt að fást við tveggja mínútna ramman sem þau fengu um söguna og að sníða myndina inn í hann. Það hafi þó verið mjög lærdómsríkt. Í ár var aftur ákveðið að veita sérstök hvatningarverðlaun í eldri flokknum en þau hlýtur að þessu sinni Laimonas Baranauskas, Grunnskóla Þorlákshafnar fyrir klippimyndband sem hann gerði. Aðeins eru fjórir mánuðir frá því Laimonas flutti til Íslands frá Litháen. Hann segist þó alla tíð hafa haft einstaklega gaman að því taka myndir og því hafi honum þótt krefjandi og ánægjulegt í senn að taka þátt í keppninni. Metnaðarfull myndbönd Myndböndin í ár þykja sérlega metnaðarfull að sögn forsvarsmanna keppninnar. Dómnefndin var skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Valdísi Óskarsdóttur, klippara og kvikmyndagerðarkonu, Hilmari Oddssyni, rektor Kvikmyndaskóla Íslands og Helgu Viðarsdóttur, markaðsstjóra 66 Norður fór yfir myndböndin og völdu sigurvegara, svo með sanni má segja að alvöru fagmenn hafi staðið að því að velja sigurvegarann. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður og eigandi 66 Norður, er hugmyndasmiður að myndbandakeppninni en hann vill gefa börnum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð tækifæri til þess að spreyta sig á þeim vettvangi. 66 Norður er styrktaraðili keppninnar. ,,Myndböndin voru ótrúlega vel gerð og dómnefndin var sammála um hversu vel hljóð og tónlist var notuð með myndmálinu. Ég er mjög hrifin og stolt af hversu mikinn metnað nemendur leggja í myndböndin," sagði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra um keppnina. Á þessari slóð má svo horfa á myndbönd vinningshafana og önnur sem bárust í keppnina: http://www.66north.is/myndbandakeppni/myndbandakeppni-grunnskolanna-2010/ Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Mikil sköpunargleði og metnaður einkenndi myndbönd barna og unglina sem tóku þátt í myndbandakeppni grunnskólanna sem haldin var í þriðja sinn í ár. Verðlaunaafhending fór fram í verslun 66° Norður í Faxafeni en þar veitti Katrín Jakobsdóttir bestu kvikmyndagerðarmönnunum verðlaun en börn af landsbyggðinni komu einstaklega vel út úr þessari keppni. Keppt var í tveimur flokkum en í flokki 8. - 10. bekkjar sigraði Bjarki Kjartansson úr Lundarskóla Akureyri. Í yngri flokki nemenda sigraði myndband frá 5. og 7. bekk í Bíldudalsskóla en þau gerðu þögla mynd um 66°NORÐUR manninn. Nemendurnir sem standa að baki myndbandinu eru fjórir: Matthías Karl Guðmundsson, Birna Sólbjört Jónsdóttir, Svanhildur Helgadóttir og Svanur Snær Jökulsson. Myndin þeirra er í stíl gömlu þöglu myndanna en þrátt fyrir ungan aldur virðast börnin frá Bíldudal kunna góð skil á þeirri hefð. Þau segja að helst hafi verið erfitt að fást við tveggja mínútna ramman sem þau fengu um söguna og að sníða myndina inn í hann. Það hafi þó verið mjög lærdómsríkt. Í ár var aftur ákveðið að veita sérstök hvatningarverðlaun í eldri flokknum en þau hlýtur að þessu sinni Laimonas Baranauskas, Grunnskóla Þorlákshafnar fyrir klippimyndband sem hann gerði. Aðeins eru fjórir mánuðir frá því Laimonas flutti til Íslands frá Litháen. Hann segist þó alla tíð hafa haft einstaklega gaman að því taka myndir og því hafi honum þótt krefjandi og ánægjulegt í senn að taka þátt í keppninni. Metnaðarfull myndbönd Myndböndin í ár þykja sérlega metnaðarfull að sögn forsvarsmanna keppninnar. Dómnefndin var skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Valdísi Óskarsdóttur, klippara og kvikmyndagerðarkonu, Hilmari Oddssyni, rektor Kvikmyndaskóla Íslands og Helgu Viðarsdóttur, markaðsstjóra 66 Norður fór yfir myndböndin og völdu sigurvegara, svo með sanni má segja að alvöru fagmenn hafi staðið að því að velja sigurvegarann. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður og eigandi 66 Norður, er hugmyndasmiður að myndbandakeppninni en hann vill gefa börnum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð tækifæri til þess að spreyta sig á þeim vettvangi. 66 Norður er styrktaraðili keppninnar. ,,Myndböndin voru ótrúlega vel gerð og dómnefndin var sammála um hversu vel hljóð og tónlist var notuð með myndmálinu. Ég er mjög hrifin og stolt af hversu mikinn metnað nemendur leggja í myndböndin," sagði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra um keppnina. Á þessari slóð má svo horfa á myndbönd vinningshafana og önnur sem bárust í keppnina: http://www.66north.is/myndbandakeppni/myndbandakeppni-grunnskolanna-2010/
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira