Erlent

Olíuflekkurinn á stærð við Írland

Það gæti tekið þrjá mánuði að stöðva lekann.
Það gæti tekið þrjá mánuði að stöðva lekann.
Olíuflekkurinn sem nú breiðir úr sér á Mexíkóflóa undan ströndum Bandaríkjanna gæti orðið að mesta olíulekaslysi sögunnar að því er sérfræðingar segja. Stærðin á slikjunni jafnast nú á við Írland en fimm sinnum meira af olíu hefur lekið upp úr borholunni á hafsbotni en áður var talið. Lekin varð þegar eldur kom að olíuborpalli BP olíufélagsins undan ströndum Louisiana ríkis.

Mörg mikilvæg náttúrulífssvæði eru við strendur Louisiana og í árósum Mississippi árinnar og óttast menn um að stórkostlegt umhverfisslys sé í uppsiglingu.

Talið er að um olía sem jafngildi um fimm þúsund tunnum streymi úr holunni á dag. Holan er á rúmlega eins og hálfs kílómetra dýpi og óttast menn að það geti tekið allt að þremur mánuðum að skrúfa fyrir lekann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×