Velferð barna í borginni Fanný Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2010 06:00 Ég vil vekja athygli á nýlegum samþykktum borgarstjórnar sem lúta að velferð og öryggi barna borgarinnar. Borgarstjórn hefur samþykkt að á árinu 2010 verði forgangsraðað með velferð barna að leiðarljósi og á sérstakur aðgerðahópur að leggja fram tillögur um útfærslu til borgarinnar. Þegar gengið var frá fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt að leggja 10 milljónir króna í að útfæra hugmyndir og koma á fót frístundavögnum í hverfum borgarinnar. Það hafa margir lýst yfir áhuga og nauðsyn þess að bjóða börnum borgarinnar upp á öruggan ferðamáta þegar kemur að þátttöku í frístundastarfi. Lengi hefur verið bent á kosti þess að gera vinnudag barna sem samfelldastan þ.e. að frístundir og skóladagurinn myndi eina samfellda heild. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar en þær hafa ekki náð að festa sig almennt í sessi í borginni. Með því að bjóða upp á frístundavagna er hægt að gera dag barna og foreldra einfaldari, draga úr skutli og þar með óhöppum í umferð, loftmengun og stressi. Það hafa alls ekki allir foreldrar tækifæri til að skreppa úr vinnu til að sækja börn og keyra á milli staða. Reyndar reyna foreldrar að skipuleggja sig og samræma ferðir vina og félaga. Þrátt fyrir að strætisvagnar gangi um borgina eru til hverfi þar sem almennissamgöngum er ábótavant og þó þær séu til staðar henta þær ekki alltaf. Eins og fram kemur í kynningu frá Reykjavíkurborg er ætlunin að börnum standi til boða góðar og öruggar samgöngur innan hverfa borgarinnar þannig að þau geti komist í frístundastarf frá heimili eða skóla. Með skipulögðum og öruggum ferðamáta má jafnframt vænta þess að fleiri börn og unglingar nái að nýta sér þau frístundatilboð sem boðið er upp á. Vagnarnir ættu að auðvelda samstarf skólayfirvalda og skipuleggjenda frístundastarfs í borginni. Ég sé fyrir mér að ef vel tekst til ættu börn að geta sótt skóla og fjölbreytt frístundastarf í sínum hverfum og komist örugg á milli staða. Það þarf strax nú á nýju ári að hefjast handa við að undirbúa og kynna þessa nýju þjónustu en að því verki verða að koma ólík svið borgarinnar. Þar sem ég er það lánsöm að starfa með börnum, unglingum og foreldrum þeirra vænti ég mikils af þessum samþykktum og hlakka til að fylgjast með framgangi þeirra hér í Reykjavík. Höfundur er starfandi náms- og starfsráðgjafi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ég vil vekja athygli á nýlegum samþykktum borgarstjórnar sem lúta að velferð og öryggi barna borgarinnar. Borgarstjórn hefur samþykkt að á árinu 2010 verði forgangsraðað með velferð barna að leiðarljósi og á sérstakur aðgerðahópur að leggja fram tillögur um útfærslu til borgarinnar. Þegar gengið var frá fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt að leggja 10 milljónir króna í að útfæra hugmyndir og koma á fót frístundavögnum í hverfum borgarinnar. Það hafa margir lýst yfir áhuga og nauðsyn þess að bjóða börnum borgarinnar upp á öruggan ferðamáta þegar kemur að þátttöku í frístundastarfi. Lengi hefur verið bent á kosti þess að gera vinnudag barna sem samfelldastan þ.e. að frístundir og skóladagurinn myndi eina samfellda heild. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar en þær hafa ekki náð að festa sig almennt í sessi í borginni. Með því að bjóða upp á frístundavagna er hægt að gera dag barna og foreldra einfaldari, draga úr skutli og þar með óhöppum í umferð, loftmengun og stressi. Það hafa alls ekki allir foreldrar tækifæri til að skreppa úr vinnu til að sækja börn og keyra á milli staða. Reyndar reyna foreldrar að skipuleggja sig og samræma ferðir vina og félaga. Þrátt fyrir að strætisvagnar gangi um borgina eru til hverfi þar sem almennissamgöngum er ábótavant og þó þær séu til staðar henta þær ekki alltaf. Eins og fram kemur í kynningu frá Reykjavíkurborg er ætlunin að börnum standi til boða góðar og öruggar samgöngur innan hverfa borgarinnar þannig að þau geti komist í frístundastarf frá heimili eða skóla. Með skipulögðum og öruggum ferðamáta má jafnframt vænta þess að fleiri börn og unglingar nái að nýta sér þau frístundatilboð sem boðið er upp á. Vagnarnir ættu að auðvelda samstarf skólayfirvalda og skipuleggjenda frístundastarfs í borginni. Ég sé fyrir mér að ef vel tekst til ættu börn að geta sótt skóla og fjölbreytt frístundastarf í sínum hverfum og komist örugg á milli staða. Það þarf strax nú á nýju ári að hefjast handa við að undirbúa og kynna þessa nýju þjónustu en að því verki verða að koma ólík svið borgarinnar. Þar sem ég er það lánsöm að starfa með börnum, unglingum og foreldrum þeirra vænti ég mikils af þessum samþykktum og hlakka til að fylgjast með framgangi þeirra hér í Reykjavík. Höfundur er starfandi náms- og starfsráðgjafi í Reykjavík.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar