Velferð barna í borginni Fanný Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2010 06:00 Ég vil vekja athygli á nýlegum samþykktum borgarstjórnar sem lúta að velferð og öryggi barna borgarinnar. Borgarstjórn hefur samþykkt að á árinu 2010 verði forgangsraðað með velferð barna að leiðarljósi og á sérstakur aðgerðahópur að leggja fram tillögur um útfærslu til borgarinnar. Þegar gengið var frá fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt að leggja 10 milljónir króna í að útfæra hugmyndir og koma á fót frístundavögnum í hverfum borgarinnar. Það hafa margir lýst yfir áhuga og nauðsyn þess að bjóða börnum borgarinnar upp á öruggan ferðamáta þegar kemur að þátttöku í frístundastarfi. Lengi hefur verið bent á kosti þess að gera vinnudag barna sem samfelldastan þ.e. að frístundir og skóladagurinn myndi eina samfellda heild. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar en þær hafa ekki náð að festa sig almennt í sessi í borginni. Með því að bjóða upp á frístundavagna er hægt að gera dag barna og foreldra einfaldari, draga úr skutli og þar með óhöppum í umferð, loftmengun og stressi. Það hafa alls ekki allir foreldrar tækifæri til að skreppa úr vinnu til að sækja börn og keyra á milli staða. Reyndar reyna foreldrar að skipuleggja sig og samræma ferðir vina og félaga. Þrátt fyrir að strætisvagnar gangi um borgina eru til hverfi þar sem almennissamgöngum er ábótavant og þó þær séu til staðar henta þær ekki alltaf. Eins og fram kemur í kynningu frá Reykjavíkurborg er ætlunin að börnum standi til boða góðar og öruggar samgöngur innan hverfa borgarinnar þannig að þau geti komist í frístundastarf frá heimili eða skóla. Með skipulögðum og öruggum ferðamáta má jafnframt vænta þess að fleiri börn og unglingar nái að nýta sér þau frístundatilboð sem boðið er upp á. Vagnarnir ættu að auðvelda samstarf skólayfirvalda og skipuleggjenda frístundastarfs í borginni. Ég sé fyrir mér að ef vel tekst til ættu börn að geta sótt skóla og fjölbreytt frístundastarf í sínum hverfum og komist örugg á milli staða. Það þarf strax nú á nýju ári að hefjast handa við að undirbúa og kynna þessa nýju þjónustu en að því verki verða að koma ólík svið borgarinnar. Þar sem ég er það lánsöm að starfa með börnum, unglingum og foreldrum þeirra vænti ég mikils af þessum samþykktum og hlakka til að fylgjast með framgangi þeirra hér í Reykjavík. Höfundur er starfandi náms- og starfsráðgjafi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ég vil vekja athygli á nýlegum samþykktum borgarstjórnar sem lúta að velferð og öryggi barna borgarinnar. Borgarstjórn hefur samþykkt að á árinu 2010 verði forgangsraðað með velferð barna að leiðarljósi og á sérstakur aðgerðahópur að leggja fram tillögur um útfærslu til borgarinnar. Þegar gengið var frá fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt að leggja 10 milljónir króna í að útfæra hugmyndir og koma á fót frístundavögnum í hverfum borgarinnar. Það hafa margir lýst yfir áhuga og nauðsyn þess að bjóða börnum borgarinnar upp á öruggan ferðamáta þegar kemur að þátttöku í frístundastarfi. Lengi hefur verið bent á kosti þess að gera vinnudag barna sem samfelldastan þ.e. að frístundir og skóladagurinn myndi eina samfellda heild. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar en þær hafa ekki náð að festa sig almennt í sessi í borginni. Með því að bjóða upp á frístundavagna er hægt að gera dag barna og foreldra einfaldari, draga úr skutli og þar með óhöppum í umferð, loftmengun og stressi. Það hafa alls ekki allir foreldrar tækifæri til að skreppa úr vinnu til að sækja börn og keyra á milli staða. Reyndar reyna foreldrar að skipuleggja sig og samræma ferðir vina og félaga. Þrátt fyrir að strætisvagnar gangi um borgina eru til hverfi þar sem almennissamgöngum er ábótavant og þó þær séu til staðar henta þær ekki alltaf. Eins og fram kemur í kynningu frá Reykjavíkurborg er ætlunin að börnum standi til boða góðar og öruggar samgöngur innan hverfa borgarinnar þannig að þau geti komist í frístundastarf frá heimili eða skóla. Með skipulögðum og öruggum ferðamáta má jafnframt vænta þess að fleiri börn og unglingar nái að nýta sér þau frístundatilboð sem boðið er upp á. Vagnarnir ættu að auðvelda samstarf skólayfirvalda og skipuleggjenda frístundastarfs í borginni. Ég sé fyrir mér að ef vel tekst til ættu börn að geta sótt skóla og fjölbreytt frístundastarf í sínum hverfum og komist örugg á milli staða. Það þarf strax nú á nýju ári að hefjast handa við að undirbúa og kynna þessa nýju þjónustu en að því verki verða að koma ólík svið borgarinnar. Þar sem ég er það lánsöm að starfa með börnum, unglingum og foreldrum þeirra vænti ég mikils af þessum samþykktum og hlakka til að fylgjast með framgangi þeirra hér í Reykjavík. Höfundur er starfandi náms- og starfsráðgjafi í Reykjavík.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun