Erlent

Úlfar aftur á veiðilista

Óli Tynes skrifar
Úlfur í Yellowstone þjóðgarðinum.
Úlfur í Yellowstone þjóðgarðinum. Mynd/AP

Dýraverndarsinnar í Bandaríkjunum eru slegnir yfir því að þingmenn ætla að taka úlfa af lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Úlfar voru settir á þann lista árið 1974. Bændur og aðrir hagsmunaaðilar segja að úlfum hafi fjölgað svo mikið á þessum 36 árum að það horfi til vandræða.

Veiðimenn hugsa einnig gott til glóðarinnar. Dýraverndarsinnar segja aftur á móti að þetta muni leiða til hömlulausra veiða sem muni aftur ganga frá stofninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×