Erlent

Lúbarði þjón sinn og kyrkti hann

Óli Tynes skrifar
Prinsinn misþyrmir þjóninum í lyftunni.
Prinsinn misþyrmir þjóninum í lyftunni.

Saudi-Arabiskur prins hefur verið ákærður fyrir að myrða þjón sinn á hóteli í Lundúnum. Þeir áttu í kynferðissambandi. Meðal sönnunargagna var myndband sem tekið var í lyftu hótelsins þar sem prinsinn sést berja þjóninn sundur og saman. Prins Saud bin Abdulaziz bin Nasir al Saud er 34 ára gamalt afsprengi Saud konungsfjölskyuldunnar í Saudi-Arabíu. Hann er barnanarn Abdullah konungs.

Barsmíðar og kyrking

Prinsinn hefur undanfarið verið á ferðalagi vítt og breitt um heiminn ásamt þjóni sínum Bandar Abdulaziz. Á ferðalaginu ferðaðist prinsinn jafnan á fyrsta farrými en þjónni í túristafarrými. Þeir deildu hinsvegar hótelherbergi og rúmi, nema hvað prinsinn lét þjóninn stundum sofa á gólfinu.

Þjónninn fannst svo kyrktur í herbergi þeirra. Við krufningu komu í ljós áverkar á höfði og líkama eftir barsmíðar og spörk. Einnig voru bitsár á líkama hans.

Oft misþyrmt

Við rannsókn á morðinu kom fram frá mörgum aðilum að þeir hefðu séð prinsinn berja hann og sparka í hann. Við réttarhöldin var lagt fram myndband sem sýndi prinsinn berja Bandar sundur og saman í lyftu hótelsins. Bandar gerir enga tilraun til að verjast, heldur tekur bara við höggum herra síns.

Prinsinn hefur nú viðurkennt að vera valdur að dauða hans. Það hafi þó ekki verið morð heldur hafi hann aðeins valdið dauða hans með ólöglegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×