Erlent

Ófrískum konum óhætt að drekka -mjög lítið

Óli Tynes skrifar
Tæplega hálfpottur af bjór á viku er sagður í lagi.
Tæplega hálfpottur af bjór á viku er sagður í lagi.

Samkvæmt nýrri rannsókn í Bretlandi er verðandi mæðrum óhætt að drekka áfengi á meðgöngutímanum. Ef það er gert í hófi skaðar það ekki fóstrið.

Yvonne Kelly sem leiddi rannsóknina við University College London segir að niðurstöðurnar fylli tómarúm í rannsóknum sem til þessa hafi einkum beinst að hættunum sem fylgja mikilli drykkju.

Kelly lagði áherslu á að verið væri að tala um mjög lítið magn af áfengi, aðeins einn eða tvo drykki á viku. Hún nefndi 175 millilítra af léttvíni, 50 millilítra af sterku áfengi eða tæplega hálfan lítra af bjór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×