Innlent

Umferð um þjóðveginn eykst að nýju

Umferð jókst um rúmlega þrjú prósent á hringveginum í síðasta mánuði, samkvæmt talningu Vegagerðarinnar á 16 mælingastöðvum umhverfis landið.

Aukning er í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Hinsvegar er töluverður samdráttur fyrstu tíu mánuði ársins, og hefur ekki verið jafn mikill síðan mælingar hófust fyrir fimm árum.

Á vef Vegagerðarinnar kemur þessi aukning í síðaðsta mánuði á óvart og jafnfarmt samdrátturinn á Suðurlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×