Erlent

Um 200 þúsund lík hafa fundist í Haítí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi fólks slasaðist illa í jarðskjálftanum. Mynd/ AFP.
Fjöldi fólks slasaðist illa í jarðskjálftanum. Mynd/ AFP.
Nú hafa að minnsta kosti 200 þúsund lík fundist eftir jarðskjálftann í Haítí þann 12. janúar síðastliðinn. Þetta fullyrðir Jean-Max Bellerive, forsætisráðherra landsins, í samtali við AFP fréttastofuna. Hann segir jafnframt að um 300 þúsund manns liggi slasaðir á sjúkrahúsum og að um fjögur þúsund hafi verið aflimaðir eftir skjálftann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×