Málverk í íslenskum hellum 12. júlí 2010 11:30 Philip Gray með þrjár myndir sem hann málaði meðan á vikudvöl hans á Íslandi stóð.fréttablaðið/anton Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. Philip Gray er fyrrum kafari í írska sjóhernum. Þetta er glaðbeittur náungi á miðjum aldri og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Hann er þekktur í Bretlandi og víðar fyrir að mála undir afar óvenjulegum kringumstæðum, til dæmis í kafi innan um hákarla og á Mount Everest, hæsta fjalli veraldar. Hann ákvað að koma til Íslands eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli vakti athygli heimsbyggðarinnar og sér ekki eftir því. Yfirskrift málverkanna sem hann málaði hér á landi er What Lies Beneath, eða Það sem liggur undir yfirborðinu. „Hugmyndin er að nota orkuna í náttúrunni og yfirfæra hana á okkar eigið líf. Innra með okkur býr mikil orka og ástríða og stundum þarf fólk að fá tækifæri til að gjósa og sleppa fram af sér beislinu,“ segir Gray. Í vikulangri heimsókn sinni til Íslands, sem fyrirtækið Arctic Adventures skipulagði, skoðaði Gray hellana Leiðarenda og Búra, auk þess sem hann fór í Landmannalaugar, upp á Heklu og kafaði í Silfru á Þingvöllum. Á öllum þessum stöðum málaði Gray myndir sem hann ætlar að selja í Bretlandi. Hann reiknar með að um þrjú hundruð málverk verði í boði frá heimsókninni til Íslands hjá um það bil sextíu galleríum. Minnstu málverkin hans kosta um 700 pund og þau stærstu um 1.400 pund, eða yfir 250 þúsund krónur, og almennt seljast verkin hans mjög vel. Gray tekur einnig myndbönd af heimsóknum sínum til allra heimshorna og hefur breska ríkisútvarpið, BBC, meðal annars falast eftir því að búa til þáttaröð með honum. Ekki hefur verið ákveðið hvort af henni verður. Eins og áður segir hefur Gray málað neðansjávar innan um hákarla en hann segir það ekkert tiltökumál. Hann viðurkennir þó að hættan sé til staðar. „Ég hef verið ansi nálægt tígrishákörlum og þeir geta verið óútreiknanlegir. En þeir eru alltaf vel mataðir, þannig að maður getur kafað frekar nálægt þeim. Tveimur vikum áður en ég kafaði innan um tígris-hákarlana var kálfinn bitinn af einni konu sem var þar. Þetta á að vera öruggt umhverfi en maður veit aldrei.“ Tvær ferðir til viðbótar eru fyrirhugaðar hjá Gray á þessu ári. Fyrst flýgur hann til Kalkútta á Indlandi þar sem hann málar mynd til styrktar góðgerðarsamtökunum Hope Foundation. Eftir það fer hann í grunnbúðirnar á Mount Everest í annað sinn ásamt hópi þekktra Íra. Þar ætlar hann að kenna þeim að mála og verða verkin síðan boðin upp til styrktar sömu góðgerðarsamtökum. Gray á þó enn eftir að mála á toppi Everest. „Þetta er góð æfing en ef ég fengi eina ósk uppfyllta væri það að fara upp á tindinn og hafa nægan tíma til að mála þar málverk. Ég yrði fyrsti listamaðurinn til að mála á tindinum og það yrði hreint út sagt stórkostlegt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. Philip Gray er fyrrum kafari í írska sjóhernum. Þetta er glaðbeittur náungi á miðjum aldri og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Hann er þekktur í Bretlandi og víðar fyrir að mála undir afar óvenjulegum kringumstæðum, til dæmis í kafi innan um hákarla og á Mount Everest, hæsta fjalli veraldar. Hann ákvað að koma til Íslands eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli vakti athygli heimsbyggðarinnar og sér ekki eftir því. Yfirskrift málverkanna sem hann málaði hér á landi er What Lies Beneath, eða Það sem liggur undir yfirborðinu. „Hugmyndin er að nota orkuna í náttúrunni og yfirfæra hana á okkar eigið líf. Innra með okkur býr mikil orka og ástríða og stundum þarf fólk að fá tækifæri til að gjósa og sleppa fram af sér beislinu,“ segir Gray. Í vikulangri heimsókn sinni til Íslands, sem fyrirtækið Arctic Adventures skipulagði, skoðaði Gray hellana Leiðarenda og Búra, auk þess sem hann fór í Landmannalaugar, upp á Heklu og kafaði í Silfru á Þingvöllum. Á öllum þessum stöðum málaði Gray myndir sem hann ætlar að selja í Bretlandi. Hann reiknar með að um þrjú hundruð málverk verði í boði frá heimsókninni til Íslands hjá um það bil sextíu galleríum. Minnstu málverkin hans kosta um 700 pund og þau stærstu um 1.400 pund, eða yfir 250 þúsund krónur, og almennt seljast verkin hans mjög vel. Gray tekur einnig myndbönd af heimsóknum sínum til allra heimshorna og hefur breska ríkisútvarpið, BBC, meðal annars falast eftir því að búa til þáttaröð með honum. Ekki hefur verið ákveðið hvort af henni verður. Eins og áður segir hefur Gray málað neðansjávar innan um hákarla en hann segir það ekkert tiltökumál. Hann viðurkennir þó að hættan sé til staðar. „Ég hef verið ansi nálægt tígrishákörlum og þeir geta verið óútreiknanlegir. En þeir eru alltaf vel mataðir, þannig að maður getur kafað frekar nálægt þeim. Tveimur vikum áður en ég kafaði innan um tígris-hákarlana var kálfinn bitinn af einni konu sem var þar. Þetta á að vera öruggt umhverfi en maður veit aldrei.“ Tvær ferðir til viðbótar eru fyrirhugaðar hjá Gray á þessu ári. Fyrst flýgur hann til Kalkútta á Indlandi þar sem hann málar mynd til styrktar góðgerðarsamtökunum Hope Foundation. Eftir það fer hann í grunnbúðirnar á Mount Everest í annað sinn ásamt hópi þekktra Íra. Þar ætlar hann að kenna þeim að mála og verða verkin síðan boðin upp til styrktar sömu góðgerðarsamtökum. Gray á þó enn eftir að mála á toppi Everest. „Þetta er góð æfing en ef ég fengi eina ósk uppfyllta væri það að fara upp á tindinn og hafa nægan tíma til að mála þar málverk. Ég yrði fyrsti listamaðurinn til að mála á tindinum og það yrði hreint út sagt stórkostlegt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira