Erlent

Þekktir fótboltamenn kosnir á þing í Brasilíu

Það hefur vakið heimsathygli að trúður var kosinn á þing í Brasilíu um helgina. En það voru fleiri kosnir sem telja verður óhefðbundna stjórnmálamenn í þessum kosningum.

Meðal þeirra sem einnig náðu kosningu inn á þing Brasilíu voru tveir fyrrum fótboltamenn sem eru þjóðþekktir í landinu. Þetta eru þeir Romario og Bebeto. Báðir eiga þeir farsælan feril að baki sem fótboltamenn og voru raunar báðir í landsliði Brasilíu þegar landið vann heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 1994.

Utan Braslíu hefur hinsvegar kosning trúðsins Francisco Oliveira Silva, oft kallaður Grumpy, vakið heimsathygli. Hann bauð sig fram undir slagorðum eins og Þetta getur ekki versnað.

Grumpy varpaði fram þeirri spurningu hvað kjörnir fulltrúar gerðu í raun og veru. Hann sagðist ekki vita svarið en tjáði stuðningsmönnum sínum að ef hann yrði kosinn myndi hann komast að því fyrir þá.

Grumpy hóf feril sinn í sirkus aðeins átta ára gamall en hann var orðinn sjónvarpsstjarna í Brasilíu þegar hann ákvað að bjóða sig fram til þings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×