Skoðun

Meðvituð menntun

Elizabeth Nunberg skrifar
Ein mesta ánægja mín í starfi, fyrir utan að vinna með börnum, er að tengjast öðrum uppalendum frá ýmsum heimshornum. Mér bauðst slíkt tækifæri í byrjun sumars þegar alþjóðleg ráðstefna Samtaka tungumálakennara á Íslandi var haldin.

@Megin-Ol Idag 8,3p :Ráðstefnan bar titilinn: „Hvað leynist í gullakistunni?" og gaf tungumálakennurum færi á að koma saman með það eitt að markmiði að deila reynslu okkar, árangri og gleði af kennslunni. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að kveikja neista enskuáhuga hjá börnum á aldrinum eins til 10 ára í skólum Hjallastefnunnar frá árinu 2003.

Mér bauðst sá heiður á ráðstefnu STÍL að segja öðrum kennurum frá því hvernig enskan er kennd í Hjallastefnuskólum; með því að nýta náttúruna, áþreifanlegum verkefnum, söng, leikjum og samvinnu við fastan kennara barnanna. Ég sýndi áheyrendum hvernig námið heldur áfram eftir að barnið yfirgefur skólastofuna og hvernig forvitni og drifkraftur barnanna sjálfra varðar leiðina að skilningi og notkun þessa tungumáls sem er svo stór þáttur af þeirra nánasta umhverfi. Samuel Lefever, lektor í Kennaraháskóla Íslands, gaf síðan nýja innsýn í þetta sama efni með því að kynna rannsóknir sínar í Hjallastefnuskólum.

Mér fannst líka viðeigandi að deila með áheyrendum nýrri innsýn sem mér hefur hlotnast varðandi starf mitt. Ég hef kynnst nýrri áherslu innan kennslufræðinnar sem gefur kennurum og nemendum tækifæri til þess að lifa og starfa í vellíðan á líðandi stund. Þessi nýja áhersla kallast „Mindful Education," sem hægt væri að útleggja sem Meðvituð menntun. Hjallastefnuskólarnir bjóða upp á taktfast flæði í dagskrá, náið samband við náttúruna og mikið samstarf nemenda og kennara sem er góður jarðvegur fyrir meðvitaða menntun.

Frú Vigdís Finnbogadóttir sagði á ráðstefnunni að tungumálin væru lyklar okkar að heiminum. Ég er hjartanlega sammála henni en bæti því við að við þurfum fleiri en einn lykil til þess að opna okkur dyr að alþjóðasamfélaginu. Við þurfum tungumálin sem fyrsta lykilinn, við þurfum hjartagæsku sem annan lykil og við þurfum hugrænan lykil sem er meðvitundin. Með þessum þremur lyklum samanlögðum trúi ég því að okkur opnist allar dyr.

Nánari upplýsingar um Mindful Education fást á slóðinni: www.mindfuleducation.org




Skoðun

Sjá meira


×