Ákæruvaldið vaknar 22. janúar 2010 06:00 Birna Þórðardóttir skrifar um dómsmál Loksins, loksins skal réttlætið ná fram að ganga! Loksins er komin fram ákæra vegna hrunsins – hruns íslenska ríkisins, hruns bankanna, hruns íslenskrar siðferðisvitundar. Glæpagengið er fundið! Ekkert hangs, allt klárt, málatilbúningur, frágangur, uppsetning. Umþóttunar-, endurskoðunar- eða frávísunarréttur þvælist ekki fyrir. Alles klar – sem sagt var. Hinn almenni saksóknari hefur lyft refsivendi sínum og undan honum skal gengið ekki komast. Þras um möguleg fjárhagstengsl flækist ekki fyrir, enda naumast um slíkt að ræða, ekki fremur en tuð um útflutning eða önnur undanskot illa fengins auðs – nei, ekkert þvælir, né þvælist fyrir. Engum loftbólupýramídum til að dreifa, engir milljarðar í frægum farvegum – hvar sem þeir vegir hafa nú verið lagðir, eða hverjir kynnu að hafa lagt þá. Nei, þeim er ofbauð framgangsmáti valdhafanna haustið 2008 skal stefnt. Þau, sem ekki sátu hjá þegar búið var að rýja okkur inn að skinninu bæði hvað æru og eignir varðar, skulu nú dregin fyrir hinn réttláta dómara. Afleiðing hinna mögulegu glæpa skal færð í réttarsali – ekki glæpurinn sjálfur. Í ákæru er beitt sömu lagagrein er nýtt var eftir átökin á Austurvelli 30. mars 1949 þegar þeir Jón Múli Árnason og Stefán Ögmundsson voru sviptir kjörgengi og kosningarétti fyrir andóf gegn innlimun Íslands í stríðsbandalagið Nató. Niðurstaðan ein og söm: Misindismennirnir eru þeir er upp standa og benda á glæpagengið. Sendiboðinn skal höggvinn einu sinni sem oftar. Er Sigurlína, móðir Sölku Völku, gekk í sjóinn um árið, aðfaranótt föstudagsins langa, var aðaláhyggjuefni prófasts hvort hún hefði ekki örugglega átt inni nóg fé hjá Bogensen fyrir útförinni. Þeir eru margir Bogensenarnir, sem hirt hafa fé almennings, í hinni dægilegu umhyggjusemi að leyfa lýðnum að eiga fyrir eigin útför, eða þannig. Kannski er tími til kominn að grafa annarra grafir en sendiboðanna. Höfundur er ferðaskipuleggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Meðvirkni eða ástríðu? Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu. 22. janúar 2010 06:00 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Birna Þórðardóttir skrifar um dómsmál Loksins, loksins skal réttlætið ná fram að ganga! Loksins er komin fram ákæra vegna hrunsins – hruns íslenska ríkisins, hruns bankanna, hruns íslenskrar siðferðisvitundar. Glæpagengið er fundið! Ekkert hangs, allt klárt, málatilbúningur, frágangur, uppsetning. Umþóttunar-, endurskoðunar- eða frávísunarréttur þvælist ekki fyrir. Alles klar – sem sagt var. Hinn almenni saksóknari hefur lyft refsivendi sínum og undan honum skal gengið ekki komast. Þras um möguleg fjárhagstengsl flækist ekki fyrir, enda naumast um slíkt að ræða, ekki fremur en tuð um útflutning eða önnur undanskot illa fengins auðs – nei, ekkert þvælir, né þvælist fyrir. Engum loftbólupýramídum til að dreifa, engir milljarðar í frægum farvegum – hvar sem þeir vegir hafa nú verið lagðir, eða hverjir kynnu að hafa lagt þá. Nei, þeim er ofbauð framgangsmáti valdhafanna haustið 2008 skal stefnt. Þau, sem ekki sátu hjá þegar búið var að rýja okkur inn að skinninu bæði hvað æru og eignir varðar, skulu nú dregin fyrir hinn réttláta dómara. Afleiðing hinna mögulegu glæpa skal færð í réttarsali – ekki glæpurinn sjálfur. Í ákæru er beitt sömu lagagrein er nýtt var eftir átökin á Austurvelli 30. mars 1949 þegar þeir Jón Múli Árnason og Stefán Ögmundsson voru sviptir kjörgengi og kosningarétti fyrir andóf gegn innlimun Íslands í stríðsbandalagið Nató. Niðurstaðan ein og söm: Misindismennirnir eru þeir er upp standa og benda á glæpagengið. Sendiboðinn skal höggvinn einu sinni sem oftar. Er Sigurlína, móðir Sölku Völku, gekk í sjóinn um árið, aðfaranótt föstudagsins langa, var aðaláhyggjuefni prófasts hvort hún hefði ekki örugglega átt inni nóg fé hjá Bogensen fyrir útförinni. Þeir eru margir Bogensenarnir, sem hirt hafa fé almennings, í hinni dægilegu umhyggjusemi að leyfa lýðnum að eiga fyrir eigin útför, eða þannig. Kannski er tími til kominn að grafa annarra grafir en sendiboðanna. Höfundur er ferðaskipuleggjandi.
Meðvirkni eða ástríðu? Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu. 22. janúar 2010 06:00
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar