Skólabyrjun 23. ágúst 2010 06:00 Ákveðinn sjarmi er alltaf yfir skólabyrjun á hverju hausti. Börnin fara af stað að morgni dags með tösku á baki, komast í sína rútínu, hitta félagana og fara yfir sumarið. Að mörgu er þó að hyggja til að allt fari rétt og örugglega fram. Umferðin er stór þáttur þar. Í raun skiptir ekki öllu hvort um byrjendur í skólagöngu er að ræða eða börn sem eru búin að vera lengur í skóla. Þau sem eldri eru taka oft meiri áhættu t.d. með því að stytta sér leið, sem er oftast ekki öruggasta leiðin. Mikilvægt er að gefa sér tíma til að fara yfir öruggustu leiðina í skólann með barninu. Hún er yfirleitt leiðin þar sem sjaldnast er farið yfir götu. Ef barnið er byrjandi í skólanum er gott að ganga fyrstu dagana með því í skólann. Ef fara þarf yfir götu ítrekaðu við barnið að það noti gangbraut ef hún er til staðar, stoppi, líti vel til beggja hliða og hlusti áður en það fer yfir. Upplýsa þarf barnið um það að ekki sé víst að ökumaður sjái það þó svo að það hafi séð bílinn og að best sé að gera alltaf ráð fyrir því að ökumaður hafi ekki séð það. Benda þarf barninu á að ganga ekki yfir bílastæði skólans heldur meðfram því og að bílastæði sé ekki leikvöllur. Gott er að kynna sér hvort skólinn er með reglur um hjólreiðar barna úr og í skóla. Ef barnið fer hjólandi tryggðu að barnið sé með hjálm og gangi vel um hann þegar það geymir hann í skólanum. Í allmörgum skólum eru skólarútur notaðar. Farðu yfir helstu öryggisatriði m.a. að barnið standi ekki of nærri rútunni þegar hún kemur, fari í röð en troðist ekki og spenni beltin. Ef foreldrar aka barninu í skólann þá er barnið öruggast í aftursætinu fram að 12 ára aldri. Þau sem ekki hafa náð 36 kg þyngd eiga að vera í sérstökum öryggisbúnaði umfram bílbelti eins og sessu, með eða án baks. Þegar barnið fer úr bílnum er alltaf öruggast að barnið fari út gangstéttarmegin, en ekki umferðarmegin. Barn með endurskinsmerki sést fimm sinnum fyrr heldur en barn sem ekki er með endurskinsmerki. Tryggðu að barnið þitt sjáist í umferðinni þegar rökkva tekur. Sem ökumaður virtu hraðatakmarkanir í kringum skóla, sýndu varkárni, vertu með hreinar rúður og stoppaðu fyrir gangandi vegfarendum. Mundu jafnframt að þú ert fyrirmynd barna í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Ákveðinn sjarmi er alltaf yfir skólabyrjun á hverju hausti. Börnin fara af stað að morgni dags með tösku á baki, komast í sína rútínu, hitta félagana og fara yfir sumarið. Að mörgu er þó að hyggja til að allt fari rétt og örugglega fram. Umferðin er stór þáttur þar. Í raun skiptir ekki öllu hvort um byrjendur í skólagöngu er að ræða eða börn sem eru búin að vera lengur í skóla. Þau sem eldri eru taka oft meiri áhættu t.d. með því að stytta sér leið, sem er oftast ekki öruggasta leiðin. Mikilvægt er að gefa sér tíma til að fara yfir öruggustu leiðina í skólann með barninu. Hún er yfirleitt leiðin þar sem sjaldnast er farið yfir götu. Ef barnið er byrjandi í skólanum er gott að ganga fyrstu dagana með því í skólann. Ef fara þarf yfir götu ítrekaðu við barnið að það noti gangbraut ef hún er til staðar, stoppi, líti vel til beggja hliða og hlusti áður en það fer yfir. Upplýsa þarf barnið um það að ekki sé víst að ökumaður sjái það þó svo að það hafi séð bílinn og að best sé að gera alltaf ráð fyrir því að ökumaður hafi ekki séð það. Benda þarf barninu á að ganga ekki yfir bílastæði skólans heldur meðfram því og að bílastæði sé ekki leikvöllur. Gott er að kynna sér hvort skólinn er með reglur um hjólreiðar barna úr og í skóla. Ef barnið fer hjólandi tryggðu að barnið sé með hjálm og gangi vel um hann þegar það geymir hann í skólanum. Í allmörgum skólum eru skólarútur notaðar. Farðu yfir helstu öryggisatriði m.a. að barnið standi ekki of nærri rútunni þegar hún kemur, fari í röð en troðist ekki og spenni beltin. Ef foreldrar aka barninu í skólann þá er barnið öruggast í aftursætinu fram að 12 ára aldri. Þau sem ekki hafa náð 36 kg þyngd eiga að vera í sérstökum öryggisbúnaði umfram bílbelti eins og sessu, með eða án baks. Þegar barnið fer úr bílnum er alltaf öruggast að barnið fari út gangstéttarmegin, en ekki umferðarmegin. Barn með endurskinsmerki sést fimm sinnum fyrr heldur en barn sem ekki er með endurskinsmerki. Tryggðu að barnið þitt sjáist í umferðinni þegar rökkva tekur. Sem ökumaður virtu hraðatakmarkanir í kringum skóla, sýndu varkárni, vertu með hreinar rúður og stoppaðu fyrir gangandi vegfarendum. Mundu jafnframt að þú ert fyrirmynd barna í umferðinni.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar