Erlent

Fellibylurinn Fanapi skellur á Kína

Að minnsta kosti 13 fórust og 34 er saknað eftir að fellibylurinn Fanapi skall á suðurströnd Kína í gær.Fanapi olli bæði flóðum og aurskriðum að sögn opinberra fjölmiðla í Kína.

Fanapi kom á land í héraðinu Guangdong og þar fórust fimm manns þegar stífla brast. Veðurfræðingar segja að fellibylurinn sé sá öflugasti sem skollið hefur á Kína það sem af er árinu.

Áfram er búist við mikilli úrkomu í kjölfar Fanapi en hann er á leið lengra inn í landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×