Erlent

Tuttugu létust í flugeldaslysi

Frá vettvangi. Mynd/AFP
Frá vettvangi. Mynd/AFP
Að minnsta kosti tuttugu létust og rúmlega 50 slösuðust í flugeldaslysi í suðurhluta Kína í gær. Eldur komst í stóran viðarkassa fullum af púðurkerlingum og flugeldum þegar hópur fólks var að fagna kínverska nýárinu með fyrrgreindum afleiðingum. Lögregla handtók tvo menn í framhaldinu sem grunaðir eru um að hafa sýnt að sér vítavert gáleysi.

Hundruð Kínverja deyja á ári hverju í slysum þar sem flugeldar koma við sögu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×