Erlent

Fékk mígreniskast og talar nú með kínverskum hreim

Hin 35 ára gamla Sarah Colwill segir að læknar hafi greint sig með svokallað "Foreign Accent Syndrome" en fyrirbrigðið er ekki óþekkt.
Hin 35 ára gamla Sarah Colwill segir að læknar hafi greint sig með svokallað "Foreign Accent Syndrome" en fyrirbrigðið er ekki óþekkt.

Bresk kona frá Devon fékk heiftarlegt mígreniskast og vaknaði daginn eftir með sterkan kínverskan hreim. Hin 35 ára gamla Sarah Colwill segir að læknar hafi greint sig með svokallað "Foreign Accent Syndrome" en fyrirbrigðið er ekki óþekkt.

Yfirleitt kemur þetta yfir fólk sem orðið hefur fyrir heilablóðfalli eða öðrum heilaskemmdum og þá fara sjúklingarnir að tala með öðruvísi hreim en þeir hafa gert hingað til. Vitað er um 60 tilfelli af þessu heilkenni frá því það var fyrst uppgötvað á fimmta áratug síðustu aldar. Frú Colvill segir að breytingin hafi verið ótrúleg.

Þegar hún hringdi í stjúpdóttur sína frá spítalanum þekkti dóttirin hana ekki. Hún hefur einnig lent í því að nánir vinir hennar hafi skellt á hana þegar hún reynir að hringja því þeir halda að um símahrekk sé að ræða. Frú Colwill gengur nú til talmeinafræðings sem reynir að kenna henni að tala með enskum hreim upp á nýtt.

Eitt fyrsta tilfellið um heilkenni af þessu tagi kom upp í Noregi í seinni heimstyrjöldinni en þar varð kona fyrir því að sprengjubrot stakkst í höfuð hennar í einni af loftárásum Þjóðverja á landið. Þegar hún náði sér talaði hún með sterkum þýskum hreim sem var sérstaklega óheppilegt í Noregi á þeim tíma. Enda fór það svo að hún var gerð brottræk úr bænum sem hún bjó í vegna þess að nágrannar hennar töldu hana vera þýskan njósnara.

Hér má sjá viðtal Sky fréttastofunnar við frú Colvill.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×