Lífið

Vangaveltur um væntanlegt brúðkaup

Nicole Richie. MYND/Cover Media
Nicole Richie. MYND/Cover Media

Nicole Richie hefur nú þegar verið gæsuð af vinkonum hennar og nú er því haldið fram að hún gangi í heilagt hjónaband um helgina.

Verðandi eiginmaður hennar, Joel Madden, sem Nicole trúlofaðist í fyrra, er þögull sem gröfin en saman eiga þau tvö börn, Harlow, 2 ára, og Sparrow, 1 árs.

Nicole hélt upp á 29 ára afmælið sitt síðustu helgi í Mexíkó með vinkonum sínum, Christinu Aguilera, Charlotte Ronson og Masha Gordon.

Fjölmiðlar vestan hafs velta sér endalaust upp úr því hvort athöfnin fari fram um helgina en eitt er vitað og það er að Nicole og Joel gifta sig í Malibu.

Stjörnumerkjapælingar, spjall og spádómar á Lífinu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.