Lífið

Bassatöffarinn yfirgefur Interpol

Carlos D, annar frá vinstri, kláraði nýja plötu með Interpol áður en hann yfirgaf hljómsveitina.
Carlos D, annar frá vinstri, kláraði nýja plötu með Interpol áður en hann yfirgaf hljómsveitina.

Samkvæmt skilaboðum á vefsíðu Interpol hefur bassaleikarinn Carlos D yfirgefið hljómsveitina. Carlos var án efa þekktasti meðlimur hljómsveitarinnar, en hann þykir mikill töffari og náði meira að segja að skyggja á Paul Banks, söngvara og gítarleikara Interpol.

„Hann hefur ákveðið að fara aðrar leiðir og setja sér ný markmið," segir á vefsíðu hljómsveitarinnar. „Aðskilnaðurinn er óumflýjanlegur, en við óskum honum velgengni og hamingju. Við verðum áfram, eins og ávallt, aðdáendur þessa hæfileikaríka einstaklings."

Carlos D kláraði nýja plötu með Interpol áður en hann hætti, en verður ekki með hljómsveitinni á tónleikaferðalagi í sumar. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær platan kemur út, en ljóst er að Interpol hitar upp fyrir U2 á árinu sem bendir til þess að platan er væntanleg fyrr en síðar.

Hægt er að hala niður nýju lagi Interpol, Lights, á heimasíðu þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.