Hreinar eignir hins opinbera eru 615 milljarðar í mínus 8. mars 2010 09:08 Hrein peningaleg eign hins opinbera, þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var neikvæð um 615 milljarða króna í árslok 2009, eða sem svarar 41% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar en út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera árið 2009. Gefið er talnalegt yfirlit um helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga og er áherslan fyrst og fremst á hið opinbera en samsvarandi upplýsingar um undirgeira þess er að finna á vefsíðu Hagstofunnar. Staðan versnaði um 322 milljarða króna á árinu eða um ríflega 22% af landsframleiðslu. Peningalegar eignir hins opinbera námu 1.226 milljörðum króna í árslok 2009 (81,7% af VLF) og heildarskuldir 1.841 milljarði króna (122,7% af VLF). Fara þarf aftur til ársins 1998 til að finna lakari eignastöðu en á því ári var hrein peningaleg eign hins opinbera neikvæð um 42,6% af landsframleiðslu. Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 137 milljarða króna árið 2009, eða sem nemur 9,1% af landsframleiðslu og 21,5% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 13,6% af landsframleiðslu 2008 en jákvæð um 5,4% árið 2007. Án 192 milljarða króna skuldaryfirtöku ríkissjóðs var tekjuhalli hins opinbera 8 milljarðar króna árið 2008 eða 0,6% af landsframleiðslu. Þessi óhagstæða þróun á árinu 2009 skýrist meðal annars af 31 milljarða króna minni skatttekjum en árið áður á sama tíma og vaxtagjöldin jukust um ríflega 52 milljarða króna og félagslegar tilfærslur til heimila um 33 milljarða króna meðal annars vegna aukins atvinnuleysis. Þá jókst samneysla hins opinbera um ríflega 24 milljarða króna, en hún dróst saman um 3% að magni til á árinu. Tekjur hins opinbera námu um 636 milljörðum króna árið 2009 og lækkuðu um 17,5 milljarða króna milli ára eða 2,7%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,4% samanborið við 44,2% árið 2008 og 47,9% árið 2007 og hafa því lækkað umtalsvert á þennan mælikvarða. Útgjöld hins opinbera eru áætluð um 773 milljarðar króna árið 2009 og lækkuðu því um 81 milljarð króna milli ára, eða úr 57,8% af landsframleiðslu 2008 í 51,5% 2009. Að 192 milljarða króna skuldaryfirtöku ríkissjóðs 2008 undanskilinni hækkuðu útgjöld hins opinbera um ríflega 111 milljarða króna milli ára. Heildarútgjöld til heilbrigðismála voru ríflega 144 milljarðar króna 2009, eða 9,6% af lands-framleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera ríflega 118 milljarðar króna en hlutur heimila 26 milljarðar, eða 18% af útgjöldunum. Af heildarútgjöldum hins opinbera 2009 runnu rúmlega 16% til heilbrigðismála. Til fræðslumála var ráðstafað ríflega 131 milljarði króna á árinu 2009, eða 8,8% af landsframleiðslu. Þar af fjármagnaði hið opinbera rúmlega 120 milljarða króna og heimilin 11 milljarða króna, eða 8,4%. Um 17,3% útgjalda hins opinbera runnu til fræðslumála. Til almannatrygginga og velferðarmála ráðstafaði hið opinbera 165 milljörðum króna 2009 (21,3% útgjalda sinna), eða 11% af landsframleiðslu, og nam hækkunin milli ára 33 milljörðum króna. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Hrein peningaleg eign hins opinbera, þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var neikvæð um 615 milljarða króna í árslok 2009, eða sem svarar 41% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar en út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera árið 2009. Gefið er talnalegt yfirlit um helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga og er áherslan fyrst og fremst á hið opinbera en samsvarandi upplýsingar um undirgeira þess er að finna á vefsíðu Hagstofunnar. Staðan versnaði um 322 milljarða króna á árinu eða um ríflega 22% af landsframleiðslu. Peningalegar eignir hins opinbera námu 1.226 milljörðum króna í árslok 2009 (81,7% af VLF) og heildarskuldir 1.841 milljarði króna (122,7% af VLF). Fara þarf aftur til ársins 1998 til að finna lakari eignastöðu en á því ári var hrein peningaleg eign hins opinbera neikvæð um 42,6% af landsframleiðslu. Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 137 milljarða króna árið 2009, eða sem nemur 9,1% af landsframleiðslu og 21,5% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 13,6% af landsframleiðslu 2008 en jákvæð um 5,4% árið 2007. Án 192 milljarða króna skuldaryfirtöku ríkissjóðs var tekjuhalli hins opinbera 8 milljarðar króna árið 2008 eða 0,6% af landsframleiðslu. Þessi óhagstæða þróun á árinu 2009 skýrist meðal annars af 31 milljarða króna minni skatttekjum en árið áður á sama tíma og vaxtagjöldin jukust um ríflega 52 milljarða króna og félagslegar tilfærslur til heimila um 33 milljarða króna meðal annars vegna aukins atvinnuleysis. Þá jókst samneysla hins opinbera um ríflega 24 milljarða króna, en hún dróst saman um 3% að magni til á árinu. Tekjur hins opinbera námu um 636 milljörðum króna árið 2009 og lækkuðu um 17,5 milljarða króna milli ára eða 2,7%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,4% samanborið við 44,2% árið 2008 og 47,9% árið 2007 og hafa því lækkað umtalsvert á þennan mælikvarða. Útgjöld hins opinbera eru áætluð um 773 milljarðar króna árið 2009 og lækkuðu því um 81 milljarð króna milli ára, eða úr 57,8% af landsframleiðslu 2008 í 51,5% 2009. Að 192 milljarða króna skuldaryfirtöku ríkissjóðs 2008 undanskilinni hækkuðu útgjöld hins opinbera um ríflega 111 milljarða króna milli ára. Heildarútgjöld til heilbrigðismála voru ríflega 144 milljarðar króna 2009, eða 9,6% af lands-framleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera ríflega 118 milljarðar króna en hlutur heimila 26 milljarðar, eða 18% af útgjöldunum. Af heildarútgjöldum hins opinbera 2009 runnu rúmlega 16% til heilbrigðismála. Til fræðslumála var ráðstafað ríflega 131 milljarði króna á árinu 2009, eða 8,8% af landsframleiðslu. Þar af fjármagnaði hið opinbera rúmlega 120 milljarða króna og heimilin 11 milljarða króna, eða 8,4%. Um 17,3% útgjalda hins opinbera runnu til fræðslumála. Til almannatrygginga og velferðarmála ráðstafaði hið opinbera 165 milljörðum króna 2009 (21,3% útgjalda sinna), eða 11% af landsframleiðslu, og nam hækkunin milli ára 33 milljörðum króna.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun