Reuters: Þrír möguleikar í Icesavedeilunni 8. mars 2010 09:00 Reuters birtir í dag ítarlega greiningu á þeim möguleikum sem eru til staðar í Icesavedeilunni. Nefnir Reuters þrjá möguleika, nýr samningur á næstu dögum eða vikum, nýr samningur eftir nokkurra mánaða töf og enginn samningur. Reuters segir að síðastnefndi möguleikinn væri sá langversti í stöðunni, einkum fyrir Íslendinga.Hvað varðar nýjan samning á næstu dögum segir Reuters að tvennt komi til. Annaðhvort að Bretar og Hollendingar veiti frekari tilslakanir á lánakjörum sínum og hinsvegar að hægt sé að sannfæra íslensk stjórnvöld um að taka tilboðið sem þegar liggur fyrir og reyna að koma því í gegnum Alþingi.Reuters nefnir að Seðlabanki Íslands spái því nú að landsframleiðslan á Íslandi muni dragast saman um 3,4% í ár og að þá sé ekki gert ráð fyrir að fjárhagsaðstoð í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) muni tefjast um lengri tíma. Því sé hagur Íslands af snöggum samningi augljós.„Með nýjum samningi geti Ísland horft framm á að aðstoð berist og landið getið einbeitt sér að því að laga efnahagslíf sitt," segir á Reuters.Hvað varðar nýjan samning eftir nokkurra mánaða töf segir Reuters að slíkt muni valda Íslandi meira tjóni en ella. Bent er á að kosningar eru framundan í bæði Bretlandi og Hollandi í vor og stjórnarmyndun í báðum löndum gæti dregist fram eftir sumri.Reuters bendir á að lánshæfiseinkunn Íslands sé þegar í ruslflokki hjá einu matsfyrirtæki og á leið þangað hjá öðrum. „Ísland og fyrirtæki landsins munu lenda í erfiðleikum með að afla sér lánsfjár erlendis frá," segir Reuters sem nefnir að þar að auki myndu möguleikar Íslands á að ganga í ESB minnka. Hollendingar hafi þegar tengt Icesavemálið við aðildarviðræðurnar.Þá kemur fram að töf á niðurstöðu í Icesave svo mánuðum skiptir myndi hafa mikil áhrif innanlands á Íslandi. Staða ríkisstjórnarinnar myndi veikjast þótt hún gæti sennilega hökt áfram.Sá möguleiki að enginn samningur náist mun hafa nánast skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland að mati Reuters en þessi möguleiki er talinn sá ólíklegasti í stöðunni. Landið muni lokast frá alþjóðamörkuðum hvað fjármagn varðar sem og aðstoðinni í gegnum AGS og engar líkur væru á að hægt yrði að endurreisa efnahagslíf landsins. Hætta yrði við allar stórframkvæmdir vegna skorts á fjármagni.Ísland muni lendi í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar seinnihluta ársins 2011. Raunveruleg hætta yrði á þjóðargjaldþroti eða greiðslufalli hjá ríkissjóði. Þetta myndi gera efnahagsstöðu landsins veika á komandi árum.Á móti kemur að Bretar og Hollendingar hefðu enga tryggingu fyrir greiðslum á Icesave-skuldunum og að óánægja í þeirra garð, sem og ESB, myndi verða mikil. Ríkisstjórn Íslands gæti fundið sig knúna til að afsala sér völdum. Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Reuters birtir í dag ítarlega greiningu á þeim möguleikum sem eru til staðar í Icesavedeilunni. Nefnir Reuters þrjá möguleika, nýr samningur á næstu dögum eða vikum, nýr samningur eftir nokkurra mánaða töf og enginn samningur. Reuters segir að síðastnefndi möguleikinn væri sá langversti í stöðunni, einkum fyrir Íslendinga.Hvað varðar nýjan samning á næstu dögum segir Reuters að tvennt komi til. Annaðhvort að Bretar og Hollendingar veiti frekari tilslakanir á lánakjörum sínum og hinsvegar að hægt sé að sannfæra íslensk stjórnvöld um að taka tilboðið sem þegar liggur fyrir og reyna að koma því í gegnum Alþingi.Reuters nefnir að Seðlabanki Íslands spái því nú að landsframleiðslan á Íslandi muni dragast saman um 3,4% í ár og að þá sé ekki gert ráð fyrir að fjárhagsaðstoð í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) muni tefjast um lengri tíma. Því sé hagur Íslands af snöggum samningi augljós.„Með nýjum samningi geti Ísland horft framm á að aðstoð berist og landið getið einbeitt sér að því að laga efnahagslíf sitt," segir á Reuters.Hvað varðar nýjan samning eftir nokkurra mánaða töf segir Reuters að slíkt muni valda Íslandi meira tjóni en ella. Bent er á að kosningar eru framundan í bæði Bretlandi og Hollandi í vor og stjórnarmyndun í báðum löndum gæti dregist fram eftir sumri.Reuters bendir á að lánshæfiseinkunn Íslands sé þegar í ruslflokki hjá einu matsfyrirtæki og á leið þangað hjá öðrum. „Ísland og fyrirtæki landsins munu lenda í erfiðleikum með að afla sér lánsfjár erlendis frá," segir Reuters sem nefnir að þar að auki myndu möguleikar Íslands á að ganga í ESB minnka. Hollendingar hafi þegar tengt Icesavemálið við aðildarviðræðurnar.Þá kemur fram að töf á niðurstöðu í Icesave svo mánuðum skiptir myndi hafa mikil áhrif innanlands á Íslandi. Staða ríkisstjórnarinnar myndi veikjast þótt hún gæti sennilega hökt áfram.Sá möguleiki að enginn samningur náist mun hafa nánast skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland að mati Reuters en þessi möguleiki er talinn sá ólíklegasti í stöðunni. Landið muni lokast frá alþjóðamörkuðum hvað fjármagn varðar sem og aðstoðinni í gegnum AGS og engar líkur væru á að hægt yrði að endurreisa efnahagslíf landsins. Hætta yrði við allar stórframkvæmdir vegna skorts á fjármagni.Ísland muni lendi í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar seinnihluta ársins 2011. Raunveruleg hætta yrði á þjóðargjaldþroti eða greiðslufalli hjá ríkissjóði. Þetta myndi gera efnahagsstöðu landsins veika á komandi árum.Á móti kemur að Bretar og Hollendingar hefðu enga tryggingu fyrir greiðslum á Icesave-skuldunum og að óánægja í þeirra garð, sem og ESB, myndi verða mikil. Ríkisstjórn Íslands gæti fundið sig knúna til að afsala sér völdum.
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira