Reuters: Þrír möguleikar í Icesavedeilunni 8. mars 2010 09:00 Reuters birtir í dag ítarlega greiningu á þeim möguleikum sem eru til staðar í Icesavedeilunni. Nefnir Reuters þrjá möguleika, nýr samningur á næstu dögum eða vikum, nýr samningur eftir nokkurra mánaða töf og enginn samningur. Reuters segir að síðastnefndi möguleikinn væri sá langversti í stöðunni, einkum fyrir Íslendinga.Hvað varðar nýjan samning á næstu dögum segir Reuters að tvennt komi til. Annaðhvort að Bretar og Hollendingar veiti frekari tilslakanir á lánakjörum sínum og hinsvegar að hægt sé að sannfæra íslensk stjórnvöld um að taka tilboðið sem þegar liggur fyrir og reyna að koma því í gegnum Alþingi.Reuters nefnir að Seðlabanki Íslands spái því nú að landsframleiðslan á Íslandi muni dragast saman um 3,4% í ár og að þá sé ekki gert ráð fyrir að fjárhagsaðstoð í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) muni tefjast um lengri tíma. Því sé hagur Íslands af snöggum samningi augljós.„Með nýjum samningi geti Ísland horft framm á að aðstoð berist og landið getið einbeitt sér að því að laga efnahagslíf sitt," segir á Reuters.Hvað varðar nýjan samning eftir nokkurra mánaða töf segir Reuters að slíkt muni valda Íslandi meira tjóni en ella. Bent er á að kosningar eru framundan í bæði Bretlandi og Hollandi í vor og stjórnarmyndun í báðum löndum gæti dregist fram eftir sumri.Reuters bendir á að lánshæfiseinkunn Íslands sé þegar í ruslflokki hjá einu matsfyrirtæki og á leið þangað hjá öðrum. „Ísland og fyrirtæki landsins munu lenda í erfiðleikum með að afla sér lánsfjár erlendis frá," segir Reuters sem nefnir að þar að auki myndu möguleikar Íslands á að ganga í ESB minnka. Hollendingar hafi þegar tengt Icesavemálið við aðildarviðræðurnar.Þá kemur fram að töf á niðurstöðu í Icesave svo mánuðum skiptir myndi hafa mikil áhrif innanlands á Íslandi. Staða ríkisstjórnarinnar myndi veikjast þótt hún gæti sennilega hökt áfram.Sá möguleiki að enginn samningur náist mun hafa nánast skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland að mati Reuters en þessi möguleiki er talinn sá ólíklegasti í stöðunni. Landið muni lokast frá alþjóðamörkuðum hvað fjármagn varðar sem og aðstoðinni í gegnum AGS og engar líkur væru á að hægt yrði að endurreisa efnahagslíf landsins. Hætta yrði við allar stórframkvæmdir vegna skorts á fjármagni.Ísland muni lendi í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar seinnihluta ársins 2011. Raunveruleg hætta yrði á þjóðargjaldþroti eða greiðslufalli hjá ríkissjóði. Þetta myndi gera efnahagsstöðu landsins veika á komandi árum.Á móti kemur að Bretar og Hollendingar hefðu enga tryggingu fyrir greiðslum á Icesave-skuldunum og að óánægja í þeirra garð, sem og ESB, myndi verða mikil. Ríkisstjórn Íslands gæti fundið sig knúna til að afsala sér völdum. Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Reuters birtir í dag ítarlega greiningu á þeim möguleikum sem eru til staðar í Icesavedeilunni. Nefnir Reuters þrjá möguleika, nýr samningur á næstu dögum eða vikum, nýr samningur eftir nokkurra mánaða töf og enginn samningur. Reuters segir að síðastnefndi möguleikinn væri sá langversti í stöðunni, einkum fyrir Íslendinga.Hvað varðar nýjan samning á næstu dögum segir Reuters að tvennt komi til. Annaðhvort að Bretar og Hollendingar veiti frekari tilslakanir á lánakjörum sínum og hinsvegar að hægt sé að sannfæra íslensk stjórnvöld um að taka tilboðið sem þegar liggur fyrir og reyna að koma því í gegnum Alþingi.Reuters nefnir að Seðlabanki Íslands spái því nú að landsframleiðslan á Íslandi muni dragast saman um 3,4% í ár og að þá sé ekki gert ráð fyrir að fjárhagsaðstoð í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) muni tefjast um lengri tíma. Því sé hagur Íslands af snöggum samningi augljós.„Með nýjum samningi geti Ísland horft framm á að aðstoð berist og landið getið einbeitt sér að því að laga efnahagslíf sitt," segir á Reuters.Hvað varðar nýjan samning eftir nokkurra mánaða töf segir Reuters að slíkt muni valda Íslandi meira tjóni en ella. Bent er á að kosningar eru framundan í bæði Bretlandi og Hollandi í vor og stjórnarmyndun í báðum löndum gæti dregist fram eftir sumri.Reuters bendir á að lánshæfiseinkunn Íslands sé þegar í ruslflokki hjá einu matsfyrirtæki og á leið þangað hjá öðrum. „Ísland og fyrirtæki landsins munu lenda í erfiðleikum með að afla sér lánsfjár erlendis frá," segir Reuters sem nefnir að þar að auki myndu möguleikar Íslands á að ganga í ESB minnka. Hollendingar hafi þegar tengt Icesavemálið við aðildarviðræðurnar.Þá kemur fram að töf á niðurstöðu í Icesave svo mánuðum skiptir myndi hafa mikil áhrif innanlands á Íslandi. Staða ríkisstjórnarinnar myndi veikjast þótt hún gæti sennilega hökt áfram.Sá möguleiki að enginn samningur náist mun hafa nánast skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland að mati Reuters en þessi möguleiki er talinn sá ólíklegasti í stöðunni. Landið muni lokast frá alþjóðamörkuðum hvað fjármagn varðar sem og aðstoðinni í gegnum AGS og engar líkur væru á að hægt yrði að endurreisa efnahagslíf landsins. Hætta yrði við allar stórframkvæmdir vegna skorts á fjármagni.Ísland muni lendi í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar seinnihluta ársins 2011. Raunveruleg hætta yrði á þjóðargjaldþroti eða greiðslufalli hjá ríkissjóði. Þetta myndi gera efnahagsstöðu landsins veika á komandi árum.Á móti kemur að Bretar og Hollendingar hefðu enga tryggingu fyrir greiðslum á Icesave-skuldunum og að óánægja í þeirra garð, sem og ESB, myndi verða mikil. Ríkisstjórn Íslands gæti fundið sig knúna til að afsala sér völdum.
Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent