Erlent

Verstu tíu löndin fyrir konur að búa í

Óli Tynes skrifar

Alþjóðasamtökin Care hafa tekið saman lista yfir þau 10 lönd sem verst er fyrir konur að búa í. Það kemur varla á óvart að Afganistan er efst á þeim lista.

Þar voru á síðasta ári sett lög sem leyfa barnabrúðkaup sem og nauðgun í hjónabandi. Konur hafa ekki rétt til náms eða vinnu nema með sérstöku leyfi föður eða eiginmanns.

Konur missa öll réttindi ef eiginmenn þeirra falla frá, þar á meðal réttinn til barna sinna. Care segir að níu af hhverjum tíu konum í Afganistan búi við heimilisofbeldi.

Afríka nýtur þess vafasama heiðurs að eiga sjö lönd af tíu á þessum lista. Þar er ofbeldi gegn konum landlægt, ekki síst nauðganir.

Listinn fer annars hér á eftir, yfir verstu lönd fyrir konur að búa í:

1) Afganistan 2) Sómalía 3) Lýðveldið Kongó 4) Sierra Leone 5) Níger 6) Yemen 7) Bangladesh 8) Mali 9) Burkina Faso 10) Guiena Bissau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×