Vonbrigði Andrés Helgi Valgarðson skrifar 29. nóvember 2010 08:42 Ég á engin orð til að lýsa vonbrigðum mínum í dag. Ég vona að Íslendingar muni þennan dag næst þegar þeir kvarta undan stjórnarfarinu á Íslandi. Næst þegar þeir kvarta undan því hvað kvótakerfið sé ósanngjarnt. Næst þegar þeir tala um hvað stjórnmálaflokkarnir hafa mikil völd og hvað þrískipting ríkisvaldsins sé léleg á Íslandi. Ég vona að þjóðin minnist þessa dags næst þegar hún kvartar undan pólitískum stöðuveitingum og dómaraskipunum. Næst þegar menn væla yfir því að eignarhald yfir auðlindum landsins sé á leið í einkaeigu, vona ég að þeir minnist þessa dags. Næst þegar menn tala um hvað persónukjör sé sniðugt og hvað það sé ósanngjarnt að hafa misjafnt atkvæðavægi milli landshluta, þá eiga þeir að muna eftir þessum degi. Næst þegar eitthvað verður einkavætt í hendur á vinum stjórnmálaleiðtoga, þá eiga menn að muna þennan dag. Í dag höfðum við tækifæri til að sýna vilja okkar sem þjóð. Til að ákveða á hvaða forsendum hér skyldi vera rekið ríki og hvernig því skyldi háttað. Hvað væri í lagi, og hvað væri ekki í lagi. Okkar svar var eitt stór "Meh!" Okkar skilaboð eru skýr. Okkur er sama, við nennum ekki að pæla í þessu. Vissulega var dregið úr þessu úr öllum áttum, tíminn var hafður of stuttur, frambjóðendur margir og kynning tæp. Umboð stjórnlagaþingsins var takmarkað af hálfu alþingis, en góð mæting hefði sagt ráðamönnum skýrt og greinilega að þetta væri eitthvað sem við ætluðum að taka alvarlega. Þjóð sem er alvara um það að bæta úr sínum málum hefði ekki látið svona hraðahindranir stoppa sig. Í dag sögðum við skýrt og greinilega að okkur væri bara skítsama. Að þó við hefðum orðið reið fyrst um sinn eftir hrun, þá nenntum við þessu ekki lengur, reiðin gleymd og baráttuviljinn úr okkur. Næst þegar það verða mótmæli á Austurvelli, á ég þá að nenna að mæta? Næst þegar eitthvað stórt og ósanngjarnt gerist, á ég þá að nenna að æsa mig? Fyrst við gripum ekki þetta tækifæri þegar það gafst, þá getum við engum öðrum en sjálfum okkur um kennt næst þegar einhver gengur á lagið. Fullt af fólki vill landi sínu og þjóð vel, og er tilbúið að leggja ógnarmikið á sig til að bæta leikreglurnar í landinu okkar. En það er bara algjörlega ómögulegt að hjálpa þjóð sem nennir ekki að hjálpa sér sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég á engin orð til að lýsa vonbrigðum mínum í dag. Ég vona að Íslendingar muni þennan dag næst þegar þeir kvarta undan stjórnarfarinu á Íslandi. Næst þegar þeir kvarta undan því hvað kvótakerfið sé ósanngjarnt. Næst þegar þeir tala um hvað stjórnmálaflokkarnir hafa mikil völd og hvað þrískipting ríkisvaldsins sé léleg á Íslandi. Ég vona að þjóðin minnist þessa dags næst þegar hún kvartar undan pólitískum stöðuveitingum og dómaraskipunum. Næst þegar menn væla yfir því að eignarhald yfir auðlindum landsins sé á leið í einkaeigu, vona ég að þeir minnist þessa dags. Næst þegar menn tala um hvað persónukjör sé sniðugt og hvað það sé ósanngjarnt að hafa misjafnt atkvæðavægi milli landshluta, þá eiga þeir að muna eftir þessum degi. Næst þegar eitthvað verður einkavætt í hendur á vinum stjórnmálaleiðtoga, þá eiga menn að muna þennan dag. Í dag höfðum við tækifæri til að sýna vilja okkar sem þjóð. Til að ákveða á hvaða forsendum hér skyldi vera rekið ríki og hvernig því skyldi háttað. Hvað væri í lagi, og hvað væri ekki í lagi. Okkar svar var eitt stór "Meh!" Okkar skilaboð eru skýr. Okkur er sama, við nennum ekki að pæla í þessu. Vissulega var dregið úr þessu úr öllum áttum, tíminn var hafður of stuttur, frambjóðendur margir og kynning tæp. Umboð stjórnlagaþingsins var takmarkað af hálfu alþingis, en góð mæting hefði sagt ráðamönnum skýrt og greinilega að þetta væri eitthvað sem við ætluðum að taka alvarlega. Þjóð sem er alvara um það að bæta úr sínum málum hefði ekki látið svona hraðahindranir stoppa sig. Í dag sögðum við skýrt og greinilega að okkur væri bara skítsama. Að þó við hefðum orðið reið fyrst um sinn eftir hrun, þá nenntum við þessu ekki lengur, reiðin gleymd og baráttuviljinn úr okkur. Næst þegar það verða mótmæli á Austurvelli, á ég þá að nenna að mæta? Næst þegar eitthvað stórt og ósanngjarnt gerist, á ég þá að nenna að æsa mig? Fyrst við gripum ekki þetta tækifæri þegar það gafst, þá getum við engum öðrum en sjálfum okkur um kennt næst þegar einhver gengur á lagið. Fullt af fólki vill landi sínu og þjóð vel, og er tilbúið að leggja ógnarmikið á sig til að bæta leikreglurnar í landinu okkar. En það er bara algjörlega ómögulegt að hjálpa þjóð sem nennir ekki að hjálpa sér sjálf.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar