Handbolti

Íslendingaliðin töpuðu í þýska handboltanum í gær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sturla átti fínan leik í gær.
Sturla átti fínan leik í gær. Mynd/DIENER

Íslendingaliðin Hannover Burgdorf og Dusseldorf voru bæði í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í gær og þau töpuðu bæði leikjum sínum.

Hannover tapaði á útivelli fyrir Melsungen, 35-33. Hannes Jón Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Hannover sem og fyrrum Haukamaðurinn Robertas Pauzuolis. Gamli KA-maðurinn, Andrius Stelmokas, fór mikinn í liði Hannover og skoraði 6 mörk.

Dusseldorf tapaði síðan á heimavelli fyrir Göppingen, 28-33, þar sem Sturla Ásgeirsson skoraði 4 mörk fyrir heimamenn.

Hannover er í 14. sæti deildarinnar en Dusseldorf er í næstneðsta sæti deildarinnar og virðist fátt annað bíða liðsins en fall.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×