Lífið

Móses til Akureyrar

Moses Hightower heldur tónleika fyrir norðan um helgina. Fréttablaðið/Valli
Moses Hightower heldur tónleika fyrir norðan um helgina. Fréttablaðið/Valli
Sálarkvartettinn Moses Hightower heldur tónleika á Akureyri annað kvöld. Hljómsveitin er að fylgja eftir plötu sinni Búum til börn sem kom út fyrir stuttu en hana skipa, Magnús Tryggvason Eliassen, Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson og Steingrímur Karl Teague. Platan hefur fengið góða dóma og hljómsveitin farið mikinn í tónleikahaldi í sumar.

Á tónleikunum, sem verða haldnir á skemmtistaðnum Græna hattinum, kemur einnig fram hljómsveitin Song for Wendy en hana skipa söngkonan Bryndís Jakobsdóttir og hinn danski Mads Mouritz.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og miðaverð er 1000 krónur. Moses Hightower mun einnig spila nokkur lög á morgun í versluninni Eymundsson á Akureyri klukkan 17.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.