Hvíthærði „frelsarinn“ hafði börn og konur sem þræla 15. febrúar 2010 05:00 Líferni þessa hvíthærða manns hefur verið eitt helsta fréttaefnið í Ísrael undanfarnar vikur.nordicphotos/AFP AP- Goel Ratzon býr einn í íbúð sinni í Tel Avív. Í næsta nágrenni er blokk þar sem á annan tug kvenna og nærri fjörutíu börn búa þröngt í nokkrum litlum íbúðum. Ratzon hefur getað fylgst með öllum ferðum þeirra í gegnum myndavélakerfi og hefur refsað þeim ef ferðir þeirra eru ekki tilkynntar til hans. Hann er sakaður um að hafa notað konurnar og börnin eins og þræla. Konurnar hafa þjónað honum eins og konungi, jafnvel matað hann með skeið, greitt á honum hárið og látið tattóvera bæði nafn hans og mynd af honum á líkama sinn. Þegar von var á egglosi sendu þær honum smáskilaboð í gegnum síma og komu í rúmið til hans ef hann fór fram á það. Konurnar hafa skírt börning sín í höfuði á honum, en nafnið ‚Goel‘ þýðir frelsari á hebresku. Ratzon var handtekinn 12. janúar og kom fyrir dómara í síðustu viku þar sem hann sagðist alsaklaus. Hann segir lögregluna ofsækja sig og áreita. „Ég er enginn frelsari þeirra. Ég er bara góður við þær,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á síðasta ári. Hann er sagður búa yfir persónutöfrum og eiga auðvelt með að hafa áhrif á fólk. Hann gerði strangar kröfur til kvennanna, meðal annars um að þær klæddu sig siðsamlega og höguðu sér prúðmannlega í einu og öllu. Sumar kvennanna hafa lýst að því er virðist einlægri aðdáun á honum, en nokkrar hafa snúið við honum baki og líkja veru sinni hjá honum við fangelsi. „Nú er ég frjáls til að klæðast gallabuxum, tala við foreldra mína, hitta vini og kaupa mér kaffibolla án þess að biðja um leyfi Goels,“ segir Dvora Reichstein, sem kom til hans fyrir tæpum fimm árum þegar hún var 22 ára og barnshafandi eftir annan mann. Hún segist ekki hafa átt í önnur hús að venda. Lögreglan segist hafa vitað af honum árum saman en ekkert getað aðhafst vegna þess að konurnar vildu ekkert illt um manninn segja. Þegar loks var látið til skarar skríða í síðasta mánuði gætti lögreglan sín á því að börnin væru í skóla af ótta við að hann gerði þeim eitthvað illt. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
AP- Goel Ratzon býr einn í íbúð sinni í Tel Avív. Í næsta nágrenni er blokk þar sem á annan tug kvenna og nærri fjörutíu börn búa þröngt í nokkrum litlum íbúðum. Ratzon hefur getað fylgst með öllum ferðum þeirra í gegnum myndavélakerfi og hefur refsað þeim ef ferðir þeirra eru ekki tilkynntar til hans. Hann er sakaður um að hafa notað konurnar og börnin eins og þræla. Konurnar hafa þjónað honum eins og konungi, jafnvel matað hann með skeið, greitt á honum hárið og látið tattóvera bæði nafn hans og mynd af honum á líkama sinn. Þegar von var á egglosi sendu þær honum smáskilaboð í gegnum síma og komu í rúmið til hans ef hann fór fram á það. Konurnar hafa skírt börning sín í höfuði á honum, en nafnið ‚Goel‘ þýðir frelsari á hebresku. Ratzon var handtekinn 12. janúar og kom fyrir dómara í síðustu viku þar sem hann sagðist alsaklaus. Hann segir lögregluna ofsækja sig og áreita. „Ég er enginn frelsari þeirra. Ég er bara góður við þær,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á síðasta ári. Hann er sagður búa yfir persónutöfrum og eiga auðvelt með að hafa áhrif á fólk. Hann gerði strangar kröfur til kvennanna, meðal annars um að þær klæddu sig siðsamlega og höguðu sér prúðmannlega í einu og öllu. Sumar kvennanna hafa lýst að því er virðist einlægri aðdáun á honum, en nokkrar hafa snúið við honum baki og líkja veru sinni hjá honum við fangelsi. „Nú er ég frjáls til að klæðast gallabuxum, tala við foreldra mína, hitta vini og kaupa mér kaffibolla án þess að biðja um leyfi Goels,“ segir Dvora Reichstein, sem kom til hans fyrir tæpum fimm árum þegar hún var 22 ára og barnshafandi eftir annan mann. Hún segist ekki hafa átt í önnur hús að venda. Lögreglan segist hafa vitað af honum árum saman en ekkert getað aðhafst vegna þess að konurnar vildu ekkert illt um manninn segja. Þegar loks var látið til skarar skríða í síðasta mánuði gætti lögreglan sín á því að börnin væru í skóla af ótta við að hann gerði þeim eitthvað illt. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira