Hvíthærði „frelsarinn“ hafði börn og konur sem þræla 15. febrúar 2010 05:00 Líferni þessa hvíthærða manns hefur verið eitt helsta fréttaefnið í Ísrael undanfarnar vikur.nordicphotos/AFP AP- Goel Ratzon býr einn í íbúð sinni í Tel Avív. Í næsta nágrenni er blokk þar sem á annan tug kvenna og nærri fjörutíu börn búa þröngt í nokkrum litlum íbúðum. Ratzon hefur getað fylgst með öllum ferðum þeirra í gegnum myndavélakerfi og hefur refsað þeim ef ferðir þeirra eru ekki tilkynntar til hans. Hann er sakaður um að hafa notað konurnar og börnin eins og þræla. Konurnar hafa þjónað honum eins og konungi, jafnvel matað hann með skeið, greitt á honum hárið og látið tattóvera bæði nafn hans og mynd af honum á líkama sinn. Þegar von var á egglosi sendu þær honum smáskilaboð í gegnum síma og komu í rúmið til hans ef hann fór fram á það. Konurnar hafa skírt börning sín í höfuði á honum, en nafnið ‚Goel‘ þýðir frelsari á hebresku. Ratzon var handtekinn 12. janúar og kom fyrir dómara í síðustu viku þar sem hann sagðist alsaklaus. Hann segir lögregluna ofsækja sig og áreita. „Ég er enginn frelsari þeirra. Ég er bara góður við þær,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á síðasta ári. Hann er sagður búa yfir persónutöfrum og eiga auðvelt með að hafa áhrif á fólk. Hann gerði strangar kröfur til kvennanna, meðal annars um að þær klæddu sig siðsamlega og höguðu sér prúðmannlega í einu og öllu. Sumar kvennanna hafa lýst að því er virðist einlægri aðdáun á honum, en nokkrar hafa snúið við honum baki og líkja veru sinni hjá honum við fangelsi. „Nú er ég frjáls til að klæðast gallabuxum, tala við foreldra mína, hitta vini og kaupa mér kaffibolla án þess að biðja um leyfi Goels,“ segir Dvora Reichstein, sem kom til hans fyrir tæpum fimm árum þegar hún var 22 ára og barnshafandi eftir annan mann. Hún segist ekki hafa átt í önnur hús að venda. Lögreglan segist hafa vitað af honum árum saman en ekkert getað aðhafst vegna þess að konurnar vildu ekkert illt um manninn segja. Þegar loks var látið til skarar skríða í síðasta mánuði gætti lögreglan sín á því að börnin væru í skóla af ótta við að hann gerði þeim eitthvað illt. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
AP- Goel Ratzon býr einn í íbúð sinni í Tel Avív. Í næsta nágrenni er blokk þar sem á annan tug kvenna og nærri fjörutíu börn búa þröngt í nokkrum litlum íbúðum. Ratzon hefur getað fylgst með öllum ferðum þeirra í gegnum myndavélakerfi og hefur refsað þeim ef ferðir þeirra eru ekki tilkynntar til hans. Hann er sakaður um að hafa notað konurnar og börnin eins og þræla. Konurnar hafa þjónað honum eins og konungi, jafnvel matað hann með skeið, greitt á honum hárið og látið tattóvera bæði nafn hans og mynd af honum á líkama sinn. Þegar von var á egglosi sendu þær honum smáskilaboð í gegnum síma og komu í rúmið til hans ef hann fór fram á það. Konurnar hafa skírt börning sín í höfuði á honum, en nafnið ‚Goel‘ þýðir frelsari á hebresku. Ratzon var handtekinn 12. janúar og kom fyrir dómara í síðustu viku þar sem hann sagðist alsaklaus. Hann segir lögregluna ofsækja sig og áreita. „Ég er enginn frelsari þeirra. Ég er bara góður við þær,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á síðasta ári. Hann er sagður búa yfir persónutöfrum og eiga auðvelt með að hafa áhrif á fólk. Hann gerði strangar kröfur til kvennanna, meðal annars um að þær klæddu sig siðsamlega og höguðu sér prúðmannlega í einu og öllu. Sumar kvennanna hafa lýst að því er virðist einlægri aðdáun á honum, en nokkrar hafa snúið við honum baki og líkja veru sinni hjá honum við fangelsi. „Nú er ég frjáls til að klæðast gallabuxum, tala við foreldra mína, hitta vini og kaupa mér kaffibolla án þess að biðja um leyfi Goels,“ segir Dvora Reichstein, sem kom til hans fyrir tæpum fimm árum þegar hún var 22 ára og barnshafandi eftir annan mann. Hún segist ekki hafa átt í önnur hús að venda. Lögreglan segist hafa vitað af honum árum saman en ekkert getað aðhafst vegna þess að konurnar vildu ekkert illt um manninn segja. Þegar loks var látið til skarar skríða í síðasta mánuði gætti lögreglan sín á því að börnin væru í skóla af ótta við að hann gerði þeim eitthvað illt. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira