Hví ekki tvö atkvæði á mann? Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2010 11:55 Ég hef áður haldið því fram að kosningalög ættu að heyra undir almenna lagasetningu í stað þess að vera skilgreind í stjórnarskrá. Þess vegna er óþarfi að stjórnlagaþing mæli fyrir um nákvæma útfærslu á kosningafyrirkomulagi. Þó er líklega óhjákvæmilegt að þingið álykti um atkvæðavægi. Jöfnun atkvæðavægis hefur ítrekað borið á góma í umræðunni og er til staðar á fjölmörgum slagorðalistum. Um er að ræða sanngirnismál og með einhverju móti ber að stefna að slíku jafnvægi. Eins og málum er háttað í dag eru færri kjósendur á bak við hvern landsbyggðarþingmann en fulltrúa þéttbýlli kjördæma. Hvert atkvæði í þéttbýli hefur því minna vægi þegar kosið er til þings. Hins vegar verður að hafa það hugfast, þegar farið er í slíkar breytingar, að hagsmunir dreifðari byggða verði ekki útundan. Hætt er við að einföld lausn og illa ígrunduð hafi þess konar ójöfnuð í för með sér. Á að gera landið að einu kjördæmi? Flestir virðast vera á því máli að landið skuli gert að einu kjördæmi og sú var einmitt skoðun þjóðfundar. Líklega er það til marks um hlutverk og vægi slíkrar samkundu að þar komu líka fram tilmæli um persónukjör, en þetta tvennt, persónukjör í einu landskjördæmi, fer ákaflega illa saman. Það hefði í raun aldrei ríkt einhugur á þjóðfundi ef menn hefðu virkilega ætlað sér að gaumgæfa samræmið á milli einstakra hugmynda sem þar komu fram. Ókosturinn við það að gera landið að einu kjördæmi er sá að bilið milli kjósenda og fulltrúa þeirra breikkar. Að sama skapi er hætt við því að einstakir landshlutar yrðu afskiptir. Það væri í það minnsta erfitt að tryggja það að landsmenn allir ættu sér málsvara á þingi óháð búsetu. Að því gefnu að um hefðbundið listakjör væri að ræða má aftur á móti ætla að flokkar kæmu sér upp nokkurs konar kvótakerfi sem tryggja myndi "landsbyggðarvæna" dreifingu frambjóðenda á listum (ef að líkum lætur yrði minni tregða til þess að taka upp byggðakvóta en kynjakvóta). Við svo búið verður aftur á móti enn erfiðara en áður fyrir kjósendur að hafa bein áhrif í gegnum prófkjör. Ef á hinn bóginn tekið yrði upp persónukjörsfyrirkomulag er alvarleg hætta á því að málsvarar hinna dreifðari byggða lendi neðarlega á framboðslistum. Því eðli málsins samkvæmt geta stórir þrýstihópar eða vinsæl málefni algerlega dóminerað í slíku kerfi og beinlínis jaðrað aðra hagsmuni. Samskonar þrýstingur gæti ekki myndast á bak við dreifbýlissjónarmið nema þá að þau yrðu skilgreind vítt sem "dreifbýlissjónarmið" án tillits til sérkenna og mismunandi hagsmuna ólíkra landshluta. Persónukjörsfyrirkomulag er einfaldlega illa til þess fallið að vernda jaðarsjónarmið og í þessu samhengi myndi það líklega ekki gera nýjum stjórnmálaöflum, hvað þá einstaklingum, auðveldara að ná til kjósenda. Ég held þess vegna að persónukjör í einu landskjördæmi sé hættulegur kokteill. Einmenningskjördæmi Í stað þess að búa til eitt landskjördæmi mætti vel skipta landinu upp í mörg einmenningskjördæmi. Það hefði meðal annars í för með sér nánari tengsl kjósenda við sína eigin fulltrúa. Af sjálfu leiðir að einmenningskjördæmi lúta lögmálum persónukjörs en þó fylgja ekki þau vandkvæði sem eru persónukjöri samfara í stærri kjördæmum, að ekki sé minnst á landskjördæmi. Ástæðan er sú að áhrif þrýstihópa minnkar í hlutfalli við stærð kjördæmis og takmarkast að mestu leyti af hagsmunum kjósenda þess og raddstyrk fulltrúa þeirra á þingi. Þrýstihópar og hagsmunaaðilar sem eru sterkir á landsvísu geta hins vegar í stórum kjördæmum náð til fjölda frambjóðenda og þannig dómínerað umræðu og jaðrað hagsmuni minnihlutahópa eða tiltekinna landssvæða. Í einmenningskjördæmi hefur þrýstingurinn ekki annað í för með sér en hagsmunagæslu í þágu kjósenda í viðkomandi kjördæmi, en það er einmitt hugmyndin á bak við kjördæmaskiptingu og fulltrúalýðræði. Með því móti er jaðarsjónarmiðum og svæðum með sérstæða hagsmuni tryggð rödd á Alþingi. Gallinn á þessu fyrirkomulagi er sá að tiltölulega stórir flokkar geta náð þingstyrk og jafnvel hreinum meirihluta langt umfram kjörfylgi á landsvísu (raunar gætu sumir talið það mikinn kost). Að sama skapi er ekki útilokað að flokkur, sem nýtur mikils stuðnings en er þó hvergi (eða í fáum kjördæmum) vinsælastur, þurrkist nær alveg út af þingi. Með öðrum orðum þá endurspeglar niðurstaða kosninga ekki endilega hlutfallslegan stuðning. Einn maður tvö atkvæði En það má vel ímynda sér þriðju leiðina þar sem notast er við hvort tveggja í senn en sitt í hvoru lagi þó. Það mætti láta hverjum kjósanda í té tvö atkvæði sem viðkomandi greiðir sitt í hvoru lagi: annað til frambjóðanda í einmenningskjördæmi en hitt til landslista. Þannig gæti kjósandi bæði valið sér persónulegan fulltrúa, hvort heldur á forsendum mannkosta eða hugmyndafræði, en einnig þá hugmyndafræði sem hann vill sjá að móti stefnu samfélagsins í heild. Ekki ætti að gera til þess kröfu að kjósandi greiði einni og sömu stjórnmálahreyfingu bæði atkvæði sín. Þetta kerfi sameinar kosti persónukjörs og listakjörs auk þess sem það stuðlar að jöfnu atkvæðavægi án þess að jaðarhagsmunir verði fyrir borð bornir. Það gerir óháðum frambjóðendum hægara um vik að koma sér á framfæri í litlum kjördæmum. Það viðheldur þeirri stefnufestu og skipulegu aðferðafræði sem fylgir listakjöri, með því að kjósandi velur sér hugmyndafræðilega stefnu en ekki bara einstaklinga sem þurfa að kosningum loknum að miðla málum sín á milli og mynda meirihlutabandalög, ýmist um einstök málefni eða víðari stefnu, en alltaf þó með ófyrirsjáanlegum hætti sem kjósandi gat ómögulega gert sér grein fyrir þegar atkvæðinu var varið. Hugmyndin er auðvitað ekki ný af nálinni því fyrirkomulag af þessu tagi hefur gefið góða raun víða erlendis, t.d. á Nýja Sjálandi og í Þýskalandi. Að lokum vil ég árétta að ég tel í raun að kosningalög, að kjördæmaskipan meðtalinni, eigi að heyra undir almenna lagasetningu (að þjóðaratkvæðagreiðslu tilskilinni) því þarf í raun ekki að taka afstöðu til þessa í stjórnarskrá. Aðstæður breytast og byggðaþróun getur verið hröð og tiltölulega ófyrirsjáanleg. Óráð væri að ætla sér að fara í stjórnarskrárbreytingar í hvert sinn sem ástæða er til að hnika við kosningalöggjöf. Hins vegar er það ekki nema sanngjörn krafa að þeir frambjóðendur sem slengja fram hugmyndum um þetta efni geri skýra grein fyrir því hvað þeir eigi við, á hvaða forsendum þeir taka afstöðu og sýni fram á að um meira en einföld slagorð sé að ræða. Slagorð og vinsældalistar eiga ekki við þegar stjórnarskráin er annars vegar. Það á ekki að draga stjórnarskrána niður á hið pólitíska plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég hef áður haldið því fram að kosningalög ættu að heyra undir almenna lagasetningu í stað þess að vera skilgreind í stjórnarskrá. Þess vegna er óþarfi að stjórnlagaþing mæli fyrir um nákvæma útfærslu á kosningafyrirkomulagi. Þó er líklega óhjákvæmilegt að þingið álykti um atkvæðavægi. Jöfnun atkvæðavægis hefur ítrekað borið á góma í umræðunni og er til staðar á fjölmörgum slagorðalistum. Um er að ræða sanngirnismál og með einhverju móti ber að stefna að slíku jafnvægi. Eins og málum er háttað í dag eru færri kjósendur á bak við hvern landsbyggðarþingmann en fulltrúa þéttbýlli kjördæma. Hvert atkvæði í þéttbýli hefur því minna vægi þegar kosið er til þings. Hins vegar verður að hafa það hugfast, þegar farið er í slíkar breytingar, að hagsmunir dreifðari byggða verði ekki útundan. Hætt er við að einföld lausn og illa ígrunduð hafi þess konar ójöfnuð í för með sér. Á að gera landið að einu kjördæmi? Flestir virðast vera á því máli að landið skuli gert að einu kjördæmi og sú var einmitt skoðun þjóðfundar. Líklega er það til marks um hlutverk og vægi slíkrar samkundu að þar komu líka fram tilmæli um persónukjör, en þetta tvennt, persónukjör í einu landskjördæmi, fer ákaflega illa saman. Það hefði í raun aldrei ríkt einhugur á þjóðfundi ef menn hefðu virkilega ætlað sér að gaumgæfa samræmið á milli einstakra hugmynda sem þar komu fram. Ókosturinn við það að gera landið að einu kjördæmi er sá að bilið milli kjósenda og fulltrúa þeirra breikkar. Að sama skapi er hætt við því að einstakir landshlutar yrðu afskiptir. Það væri í það minnsta erfitt að tryggja það að landsmenn allir ættu sér málsvara á þingi óháð búsetu. Að því gefnu að um hefðbundið listakjör væri að ræða má aftur á móti ætla að flokkar kæmu sér upp nokkurs konar kvótakerfi sem tryggja myndi "landsbyggðarvæna" dreifingu frambjóðenda á listum (ef að líkum lætur yrði minni tregða til þess að taka upp byggðakvóta en kynjakvóta). Við svo búið verður aftur á móti enn erfiðara en áður fyrir kjósendur að hafa bein áhrif í gegnum prófkjör. Ef á hinn bóginn tekið yrði upp persónukjörsfyrirkomulag er alvarleg hætta á því að málsvarar hinna dreifðari byggða lendi neðarlega á framboðslistum. Því eðli málsins samkvæmt geta stórir þrýstihópar eða vinsæl málefni algerlega dóminerað í slíku kerfi og beinlínis jaðrað aðra hagsmuni. Samskonar þrýstingur gæti ekki myndast á bak við dreifbýlissjónarmið nema þá að þau yrðu skilgreind vítt sem "dreifbýlissjónarmið" án tillits til sérkenna og mismunandi hagsmuna ólíkra landshluta. Persónukjörsfyrirkomulag er einfaldlega illa til þess fallið að vernda jaðarsjónarmið og í þessu samhengi myndi það líklega ekki gera nýjum stjórnmálaöflum, hvað þá einstaklingum, auðveldara að ná til kjósenda. Ég held þess vegna að persónukjör í einu landskjördæmi sé hættulegur kokteill. Einmenningskjördæmi Í stað þess að búa til eitt landskjördæmi mætti vel skipta landinu upp í mörg einmenningskjördæmi. Það hefði meðal annars í för með sér nánari tengsl kjósenda við sína eigin fulltrúa. Af sjálfu leiðir að einmenningskjördæmi lúta lögmálum persónukjörs en þó fylgja ekki þau vandkvæði sem eru persónukjöri samfara í stærri kjördæmum, að ekki sé minnst á landskjördæmi. Ástæðan er sú að áhrif þrýstihópa minnkar í hlutfalli við stærð kjördæmis og takmarkast að mestu leyti af hagsmunum kjósenda þess og raddstyrk fulltrúa þeirra á þingi. Þrýstihópar og hagsmunaaðilar sem eru sterkir á landsvísu geta hins vegar í stórum kjördæmum náð til fjölda frambjóðenda og þannig dómínerað umræðu og jaðrað hagsmuni minnihlutahópa eða tiltekinna landssvæða. Í einmenningskjördæmi hefur þrýstingurinn ekki annað í för með sér en hagsmunagæslu í þágu kjósenda í viðkomandi kjördæmi, en það er einmitt hugmyndin á bak við kjördæmaskiptingu og fulltrúalýðræði. Með því móti er jaðarsjónarmiðum og svæðum með sérstæða hagsmuni tryggð rödd á Alþingi. Gallinn á þessu fyrirkomulagi er sá að tiltölulega stórir flokkar geta náð þingstyrk og jafnvel hreinum meirihluta langt umfram kjörfylgi á landsvísu (raunar gætu sumir talið það mikinn kost). Að sama skapi er ekki útilokað að flokkur, sem nýtur mikils stuðnings en er þó hvergi (eða í fáum kjördæmum) vinsælastur, þurrkist nær alveg út af þingi. Með öðrum orðum þá endurspeglar niðurstaða kosninga ekki endilega hlutfallslegan stuðning. Einn maður tvö atkvæði En það má vel ímynda sér þriðju leiðina þar sem notast er við hvort tveggja í senn en sitt í hvoru lagi þó. Það mætti láta hverjum kjósanda í té tvö atkvæði sem viðkomandi greiðir sitt í hvoru lagi: annað til frambjóðanda í einmenningskjördæmi en hitt til landslista. Þannig gæti kjósandi bæði valið sér persónulegan fulltrúa, hvort heldur á forsendum mannkosta eða hugmyndafræði, en einnig þá hugmyndafræði sem hann vill sjá að móti stefnu samfélagsins í heild. Ekki ætti að gera til þess kröfu að kjósandi greiði einni og sömu stjórnmálahreyfingu bæði atkvæði sín. Þetta kerfi sameinar kosti persónukjörs og listakjörs auk þess sem það stuðlar að jöfnu atkvæðavægi án þess að jaðarhagsmunir verði fyrir borð bornir. Það gerir óháðum frambjóðendum hægara um vik að koma sér á framfæri í litlum kjördæmum. Það viðheldur þeirri stefnufestu og skipulegu aðferðafræði sem fylgir listakjöri, með því að kjósandi velur sér hugmyndafræðilega stefnu en ekki bara einstaklinga sem þurfa að kosningum loknum að miðla málum sín á milli og mynda meirihlutabandalög, ýmist um einstök málefni eða víðari stefnu, en alltaf þó með ófyrirsjáanlegum hætti sem kjósandi gat ómögulega gert sér grein fyrir þegar atkvæðinu var varið. Hugmyndin er auðvitað ekki ný af nálinni því fyrirkomulag af þessu tagi hefur gefið góða raun víða erlendis, t.d. á Nýja Sjálandi og í Þýskalandi. Að lokum vil ég árétta að ég tel í raun að kosningalög, að kjördæmaskipan meðtalinni, eigi að heyra undir almenna lagasetningu (að þjóðaratkvæðagreiðslu tilskilinni) því þarf í raun ekki að taka afstöðu til þessa í stjórnarskrá. Aðstæður breytast og byggðaþróun getur verið hröð og tiltölulega ófyrirsjáanleg. Óráð væri að ætla sér að fara í stjórnarskrárbreytingar í hvert sinn sem ástæða er til að hnika við kosningalöggjöf. Hins vegar er það ekki nema sanngjörn krafa að þeir frambjóðendur sem slengja fram hugmyndum um þetta efni geri skýra grein fyrir því hvað þeir eigi við, á hvaða forsendum þeir taka afstöðu og sýni fram á að um meira en einföld slagorð sé að ræða. Slagorð og vinsældalistar eiga ekki við þegar stjórnarskráin er annars vegar. Það á ekki að draga stjórnarskrána niður á hið pólitíska plan.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun