Afþreyingin víkur fyrir Óskarsvænni dramatík 13. september 2010 17:30 Wall Street. Afþreyingarmyndir sumarsins sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsum eru að hverfa á braut og eins og venjan er fylla alvarlegri og Óskarsvænni myndir þeirra skörð. Kvikmyndir sem margar þykja líklegar til Óskarsverðlaunanna verða frumsýndar í Bandaríkjunum á næstu vikum og mánuðum. Dramatíkin og alvaran er þar í fyrirrúmi eins og svo oft áður á þessum árstíma. Fréttablaðið tók saman lista yfir nokkrar af þeim myndum sem hafa mest verið í umræðunni að undanförnu og þykja vænlegar til árangurs.Wall Street: Money Never SleepsOliver Stone snýr aftur með framhald hinnar vinsælu Wall Street frá árinu 1987. Michael Douglas er enn í hlutverki fjármálamógúlsins Gordons Gekko, en hann hlaut einmitt Óskarinn fyrir hlutverkið á sínum tíma. Shia Lebouf kemur í stað Charlie Sheen sem lærisveinn Gekko. Myndin er væntanleg í lok mánaðarins.Sýnishorn úr Wall Street 2.The Social Network David Fincher, maðurinn á bak við The Curious Case of Benjamin Button og Fight Club, sendir frá sér The Social Network í október. Hún fjallar um Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook-síðunnar. Jesse Eisenberg sem sló í gegn í Zombieland leikur aðalhlutverkið.Sýnishorn úr Social Network.Hereafter Clint Eastwood leikstýrir þessari dramatísku mynd sem fjallar um þrjár manneskjur og tengsl þeirra við dauðann. Matt Damon leikur aðalhlutverkið og framleiðandi er Steven Spielberg. Handritshöfundur er Peter Morgan sem á að baki The Queen og Frost/Nixon. Frumsýning vestanhafs í lok október.Sýnishorn úr Hereafter.127 HoursLeikstjóri er Danny Boyle, sem síðast sendi frá sér verðlaunamyndina Slumdog Millionaire. Ræman er byggð á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2003 þegar bandarískur fjallaklifrari festi hönd sína í gljúfri með hræðilegum afleiðingum. Væntanleg í nóvember.Sýnishorn úr 127 Hours.The Fighter Myndin kemur út í byrjun desember og er byggð á ævi hnefaleikakappans „Irish" Micky Ward, sem Mark Wahlberg leikur. Christian Bale túlkar bróður Wards sem þjálfaði hann áður en hann varð atvinnumaður um miðjan níunda áratuginn.Blue Valentine Ryan Gosling og Michelle Williams leika hjón sem þurfa að glíma við ýmis vandamál. Myndin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni við góðar undirtektir og verður tekin til almennra sýninga á annan í jólum. Hljómsveitin Grizzly Bear samdi alla tónlistina í myndinni.Sýnishorn úr Blue Valentine.The Tree of Life Terence Malick (The Thin Red Line) var í fimm ár að ljúka við þessa mynd. Sean Penn leikur miðaldra föður sem rifjar upp æsku sína. Brad Pitt er einnig í leikaraliðinu. Væntanleg á annan í jólum vestanhafs.Sýnishorn úr Tree of Life.True Grit Enn ein myndin frá Coen-bræðrum. Þessi fjallar um harðsvíraðan lögreglumann sem hjálpar þrjóskri konu að hafa uppi á morðingja föður hennar, Jeff Bridges, Matt Damon og Josh Brolin eru í helstu hlutverkum. Frumsýnd á annan í jólum. Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Afþreyingarmyndir sumarsins sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsum eru að hverfa á braut og eins og venjan er fylla alvarlegri og Óskarsvænni myndir þeirra skörð. Kvikmyndir sem margar þykja líklegar til Óskarsverðlaunanna verða frumsýndar í Bandaríkjunum á næstu vikum og mánuðum. Dramatíkin og alvaran er þar í fyrirrúmi eins og svo oft áður á þessum árstíma. Fréttablaðið tók saman lista yfir nokkrar af þeim myndum sem hafa mest verið í umræðunni að undanförnu og þykja vænlegar til árangurs.Wall Street: Money Never SleepsOliver Stone snýr aftur með framhald hinnar vinsælu Wall Street frá árinu 1987. Michael Douglas er enn í hlutverki fjármálamógúlsins Gordons Gekko, en hann hlaut einmitt Óskarinn fyrir hlutverkið á sínum tíma. Shia Lebouf kemur í stað Charlie Sheen sem lærisveinn Gekko. Myndin er væntanleg í lok mánaðarins.Sýnishorn úr Wall Street 2.The Social Network David Fincher, maðurinn á bak við The Curious Case of Benjamin Button og Fight Club, sendir frá sér The Social Network í október. Hún fjallar um Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook-síðunnar. Jesse Eisenberg sem sló í gegn í Zombieland leikur aðalhlutverkið.Sýnishorn úr Social Network.Hereafter Clint Eastwood leikstýrir þessari dramatísku mynd sem fjallar um þrjár manneskjur og tengsl þeirra við dauðann. Matt Damon leikur aðalhlutverkið og framleiðandi er Steven Spielberg. Handritshöfundur er Peter Morgan sem á að baki The Queen og Frost/Nixon. Frumsýning vestanhafs í lok október.Sýnishorn úr Hereafter.127 HoursLeikstjóri er Danny Boyle, sem síðast sendi frá sér verðlaunamyndina Slumdog Millionaire. Ræman er byggð á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2003 þegar bandarískur fjallaklifrari festi hönd sína í gljúfri með hræðilegum afleiðingum. Væntanleg í nóvember.Sýnishorn úr 127 Hours.The Fighter Myndin kemur út í byrjun desember og er byggð á ævi hnefaleikakappans „Irish" Micky Ward, sem Mark Wahlberg leikur. Christian Bale túlkar bróður Wards sem þjálfaði hann áður en hann varð atvinnumaður um miðjan níunda áratuginn.Blue Valentine Ryan Gosling og Michelle Williams leika hjón sem þurfa að glíma við ýmis vandamál. Myndin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni við góðar undirtektir og verður tekin til almennra sýninga á annan í jólum. Hljómsveitin Grizzly Bear samdi alla tónlistina í myndinni.Sýnishorn úr Blue Valentine.The Tree of Life Terence Malick (The Thin Red Line) var í fimm ár að ljúka við þessa mynd. Sean Penn leikur miðaldra föður sem rifjar upp æsku sína. Brad Pitt er einnig í leikaraliðinu. Væntanleg á annan í jólum vestanhafs.Sýnishorn úr Tree of Life.True Grit Enn ein myndin frá Coen-bræðrum. Þessi fjallar um harðsvíraðan lögreglumann sem hjálpar þrjóskri konu að hafa uppi á morðingja föður hennar, Jeff Bridges, Matt Damon og Josh Brolin eru í helstu hlutverkum. Frumsýnd á annan í jólum.
Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira