Enski boltinn

Pique vill ekki fara til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Varnarmaðurinn sterki hjá Barcelona, Gerard Pique, segist ekki hafa neinn áhuga á að ganga í raðir Man. City en hann var orðaður við félagið í dag.

Hermt var að City væri til í að greiða 110 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er auðvitað glórulaust verð.

"Þetta snýst ekki um peninga og ég ætla að vera hjá Barcelona," sagði Pique sem hefði klárlega hækkað vel í launum við að fara til City.

Pique þekkir vel til í Manchesterborg eftir að hafa verið á mála hjá Man. Utd. Hann komst ekki í liðið þar en hefur blómstrað hjá Börsungum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×