Skoðun

Sumarhjálpin

Þórhallur Heimisson skrifar
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur hópur fólks tekið sig saman og hrint af stað hjálparstarfi undir heitinu „Sumarhjálpin". Markmið Sumarhjálparinnar er að styðja við bakið á þeim sem eru verst settir í þjóðfélaginu í dag. Hópurinn stendur fyrir söfnun sem ætlað er að auðvelda þeim sem þurfa aðstoð við að kaupa nauðsynjavörur. Fjölmargir búa við bág kjör á Íslandi og hafa þurft að treysta á matargjafir neyðarstofnana. Nú þegar stærstu neyðarsamtök landsins eru í sumarleyfi sverfur illa að þessum hóp. Og þótt margir hafi brugðist við neyðinni með matargjöfum þarf meira til, því miður.

Söfnun Sumarhjálparinnar fer vel af stað og nú þegar hafa margir brugðist vel við með áheitum og óbeinum stuðningi. Einnig hafa fjölmargar umsóknir um hjálp borist.

Þeir sem telja sig þurfa aðstoð frá Sumarhjálpinni er bent á símanúmerið 534 7720 eða tölvupóstfangið sumarhjalpin@simnet.is. Fljótlega verður einnig opnuð heimasíða Sumarhjálparinnar. Sumarhjálpin mun aðstoða fólk eins fljótt og auðið er og öllum umsóknum verður svarað. Farið verður yfir allar styrkbeiðnir sem berast og því mikilvægt að allir gefi upp réttar upplýsingar; nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang og hvers vegna óskað sé eftir aðstoð.

Þeim sem vilja styrkja Sumarhjálpina er bent á söfnunarreikninginn 0313 - 13 - 131313 og kennitöluna 550710 -0720. Einnig verður á næstu dögum hringt í landsmenn og óskað eftir stuðningi við Sumarhjálpina. Vonandi munu allir bregðast vel við símhringingum Sumarhjálparinnar og styðja söfnunina og þetta átak heilshugar.

Sumarhjálpin mun starfa út ágúst eða þangað til hefðbundin neyðaraðstoð hjálparstofnana hefst á ný á Íslandi eftir sumarleyfi.






Skoðun

Sjá meira


×