Erlent

Myntkörfulán að sliga mörg Evrópuríki

Óli Tynes skrifar
Ungverska húsmóðirin Ildiko Papp skoðar erlendu lánin sín.
Ungverska húsmóðirin Ildiko Papp skoðar erlendu lánin sín. Mynd/AP

Það var víðar en á Íslandi sem fólk tók lán í erlendri mynt í góðærinu. Það gerðu einnig milljónir manna í öðrum Evrópulöndum. Ekki síst í Austur-Evrópu.

Þessi lán eru nú að sliga bæði heimili og fjármálastofnarnir eftir að eigin gjaldmiðlar hrundu í kreppunni.

Í Ungverjalandi voru heildarskuldir heimila í erlendri mynt 35 milljarðar dollara í lok júní. Það eru um 4000 milljarðar króna.

Langmestur hluti lánanna var í svissneskum frönkum. Um 1.8 milljónir manna tóku lán í erlendri mynt. Af þeim eru 400 þúsund í vanskilum. Þar af eru 100 þúsund með þriggja mánaða vanskil á bakinu.

Sömu sögu er að segja víða annarsstaðar. Til dæmis í Úkraínu þar sem gjaldmiðillinn féll um 40 prósent í hruninu. Íbúar og ríkisstjórnir þessara landa reyna nú, eins og á Íslandi, að finna einhverja leið út úr vandanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×