Dellukallar eyða milljónum í þrívíddarsjónvörp 29. júní 2010 07:00 Þrívíddarsjónvarpstæki er það sem koma skal. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru bara allt önnur gæði í þessum sjónvörpum en í venjulegum. Maður sér dýptina í myndinni," segir Ólafur Már Hreinsson, starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Sjónvarpsmiðstöðin er byrjuð að selja þrívíddarsjónvörp og tækjaóðir Íslendingar taka vel nýjungina. Þar á bæ seljast allt að sjö tæki á viku á um 650.000 krónur stykkið. Það er um 400.000 krónum meira en hefðbundinn flatskjár af sömu stærð. Progastro hóf einnig nýlega innflutning á þrívíddarsjónvörpum og hefur þegar selt fimm tæki á um 560.000 krónur stykkið. Baldur Steinarsson hjá fyrirtækinu vill meina að þrívíddartæknin sé framtíðin. „Við erum nýbyrjaðir að selja tækin og pöntuðum þau inn eftir eftirspurn frá viðskiptavinum," segir hann og bætir við að sjónvarpstöðin Sky, sem nýverið hóf útsendingu á sérstakri þrívíddarrás, ætlaði að senda HM í knattspyrnu út í þrívídd en það gekk ekki eftir. „Það eru samt nokkrir leikir sýndir á þeirri stöð," segir Baldur. Ólafur Már hjá Sjónvarpsmiðstöðinni tekur undir orð Baldurs og segir þrívíddartæknina það sem koma skal. Hann vill meina að þrívíddin geri hversdagslegt sjónvarpsgláp að raunverulegri og skemmtilegri upplifun. „Það sem er miklu betra við þrívíddina er að þú færð bæði myndina á móti þér og ferð inn í myndina," segir hann. „Ef maður horfir á fótbolta beygir maður sig niður því það er eins og boltinn fari í mann." En hver kaupir sjónvörpin? „Það eru nú helst dellukallar sem festa kaup á gripnum enn sem komið er." Til þess að nýta tæknina þurfa áhorfendur að nota sérstök þrívíddargleraugu. Tvenn fylgja sjónvörpunum, en hægt er að kaupa stykkið á um 20.000 krónur. „Það er örugglega hægt eyða svipuðum pening í áhugamál eins og golf eða veiði," segir Ólafur og viðurkennir að hann sé einn af þessum delluköllum og sé að safna fyrir gripnum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Það eru bara allt önnur gæði í þessum sjónvörpum en í venjulegum. Maður sér dýptina í myndinni," segir Ólafur Már Hreinsson, starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Sjónvarpsmiðstöðin er byrjuð að selja þrívíddarsjónvörp og tækjaóðir Íslendingar taka vel nýjungina. Þar á bæ seljast allt að sjö tæki á viku á um 650.000 krónur stykkið. Það er um 400.000 krónum meira en hefðbundinn flatskjár af sömu stærð. Progastro hóf einnig nýlega innflutning á þrívíddarsjónvörpum og hefur þegar selt fimm tæki á um 560.000 krónur stykkið. Baldur Steinarsson hjá fyrirtækinu vill meina að þrívíddartæknin sé framtíðin. „Við erum nýbyrjaðir að selja tækin og pöntuðum þau inn eftir eftirspurn frá viðskiptavinum," segir hann og bætir við að sjónvarpstöðin Sky, sem nýverið hóf útsendingu á sérstakri þrívíddarrás, ætlaði að senda HM í knattspyrnu út í þrívídd en það gekk ekki eftir. „Það eru samt nokkrir leikir sýndir á þeirri stöð," segir Baldur. Ólafur Már hjá Sjónvarpsmiðstöðinni tekur undir orð Baldurs og segir þrívíddartæknina það sem koma skal. Hann vill meina að þrívíddin geri hversdagslegt sjónvarpsgláp að raunverulegri og skemmtilegri upplifun. „Það sem er miklu betra við þrívíddina er að þú færð bæði myndina á móti þér og ferð inn í myndina," segir hann. „Ef maður horfir á fótbolta beygir maður sig niður því það er eins og boltinn fari í mann." En hver kaupir sjónvörpin? „Það eru nú helst dellukallar sem festa kaup á gripnum enn sem komið er." Til þess að nýta tæknina þurfa áhorfendur að nota sérstök þrívíddargleraugu. Tvenn fylgja sjónvörpunum, en hægt er að kaupa stykkið á um 20.000 krónur. „Það er örugglega hægt eyða svipuðum pening í áhugamál eins og golf eða veiði," segir Ólafur og viðurkennir að hann sé einn af þessum delluköllum og sé að safna fyrir gripnum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira