Lærdómstregða valdhafanna Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Þegar bankakerfið hrundi varð flestum ljóst að það hrundi fyrst og fremst vegna spillingar stjórnmálamanna, vanhæfni embættismanna og glæpastarfsemi í fjármálageiranum. Í kjölfarið fylgdi ringulreið, andúð almennings á valdhöfum og krafa um ábyrgð og lýðræði. Veik von vaknaði í brjósti margra að efnahagshamfarirnar myndu leiða af sér lærdóm. Að valdamenn færu kannski að tileinka sér hvatir eins og umhyggju, ábyrgðartilfinningu, framtíðarsýn og sannleiksást. Þegar tvö ár eru liðin frá hruni sést lítið af þessum eiginleikum meðal ráðamanna. Mútaðir stjórnendur ráða enn ríkjum í lífeyrissjóðum, innherjasvikarar og þjófsnautar hafa ekki sagt af sér þingmennsku. Óæðri endar margra þingmanna og ráðherra eru sigggrónir eftir langa og viðvarandi setu í þingsætum og ráðherrastólum. Þeir eru ekki tilbúnir að sleppa takinu þrátt fyrir að þeir hafi fyrir löngu misst tengsl við tilgang þingmennsku, rökhugsun og þróað með sér ofstækisfulla trú á lögmæti þess að viðhalda sjálfum sér á valdastólum. Málpípur þeirra styðja þá við ofbeldisverkin og þöggun á röddum sem krefjast skynsemi, virðingar fyrir mannlegri reisn og réttlátra úrlausna á vandamálum samtímans. Hver króna sem notuð er til þess að greiða fyrir hvort sem er nauðþurftir eða innfluttan lúxus er að hluta til tekin frá afkomendum okkar. Börnin sem eru að fæðast á Landspítalanum í dag fá í vöggugjöf erlendar skuldir sem núverandi valdhöfum þykir við hæfi að þau borgi til þess að halda uppi ásýnd velmegunar á Íslandi samtímans. Valdhöfum þykir við hæfi að krefjast þess að færa ábyrgð af ofurskuld Björgólfs Thors á axlir afkomenda og bera því við að það sé til þess að unnt sé að taka meiri erlend lán. Erlend lán sem komandi kynslóðum er ætlað að greiða. Fjórðungur skatttekna ríkissjóðs er nú þegar notaður til þess að standa undir vaxtakostnaði af erlendum lánum. Þessir fjármunir eru teknir úr velferðarkerfinu. Fatlaðir, börn og sjúkir greiða þennan reikning. Það er þó ekki komið að eiginlegum skuldadögum. Hvernig verður staðan þegar standa þarf undir afborgunum af þessum lánum? Þrátt fyrir að 700 milljarðar liggi nú í gjaldeyrisvarasjóði og að sökum samdráttar bankageirans sé lítil þörf fyrir risavaxinn gjaldeyrisvarasjóð þráast stjórnmálamenn við að gera komandi kynslóðir að skuldaþrælum. Hvers vegna? Jú, það þarf að halda uppi ásýnd velmegunar í samtímanum á Íslandi. Ekki er hreyft við því hvað þessi stefna boðar fyrir framtíð þjóðarinnar. Árátta ríkisvaldsins til skuldsetningar komandi kynslóða minnir helst á villtrú en ber einnig vott um gegndarlaust ábyrgðarleysi gagnvart framtíð Íslands. Valdhafarnir leita til lausna fortíðar sem setti þjóðarbúið á hausinn vegna þess að þeir hafa ekkert lært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar bankakerfið hrundi varð flestum ljóst að það hrundi fyrst og fremst vegna spillingar stjórnmálamanna, vanhæfni embættismanna og glæpastarfsemi í fjármálageiranum. Í kjölfarið fylgdi ringulreið, andúð almennings á valdhöfum og krafa um ábyrgð og lýðræði. Veik von vaknaði í brjósti margra að efnahagshamfarirnar myndu leiða af sér lærdóm. Að valdamenn færu kannski að tileinka sér hvatir eins og umhyggju, ábyrgðartilfinningu, framtíðarsýn og sannleiksást. Þegar tvö ár eru liðin frá hruni sést lítið af þessum eiginleikum meðal ráðamanna. Mútaðir stjórnendur ráða enn ríkjum í lífeyrissjóðum, innherjasvikarar og þjófsnautar hafa ekki sagt af sér þingmennsku. Óæðri endar margra þingmanna og ráðherra eru sigggrónir eftir langa og viðvarandi setu í þingsætum og ráðherrastólum. Þeir eru ekki tilbúnir að sleppa takinu þrátt fyrir að þeir hafi fyrir löngu misst tengsl við tilgang þingmennsku, rökhugsun og þróað með sér ofstækisfulla trú á lögmæti þess að viðhalda sjálfum sér á valdastólum. Málpípur þeirra styðja þá við ofbeldisverkin og þöggun á röddum sem krefjast skynsemi, virðingar fyrir mannlegri reisn og réttlátra úrlausna á vandamálum samtímans. Hver króna sem notuð er til þess að greiða fyrir hvort sem er nauðþurftir eða innfluttan lúxus er að hluta til tekin frá afkomendum okkar. Börnin sem eru að fæðast á Landspítalanum í dag fá í vöggugjöf erlendar skuldir sem núverandi valdhöfum þykir við hæfi að þau borgi til þess að halda uppi ásýnd velmegunar á Íslandi samtímans. Valdhöfum þykir við hæfi að krefjast þess að færa ábyrgð af ofurskuld Björgólfs Thors á axlir afkomenda og bera því við að það sé til þess að unnt sé að taka meiri erlend lán. Erlend lán sem komandi kynslóðum er ætlað að greiða. Fjórðungur skatttekna ríkissjóðs er nú þegar notaður til þess að standa undir vaxtakostnaði af erlendum lánum. Þessir fjármunir eru teknir úr velferðarkerfinu. Fatlaðir, börn og sjúkir greiða þennan reikning. Það er þó ekki komið að eiginlegum skuldadögum. Hvernig verður staðan þegar standa þarf undir afborgunum af þessum lánum? Þrátt fyrir að 700 milljarðar liggi nú í gjaldeyrisvarasjóði og að sökum samdráttar bankageirans sé lítil þörf fyrir risavaxinn gjaldeyrisvarasjóð þráast stjórnmálamenn við að gera komandi kynslóðir að skuldaþrælum. Hvers vegna? Jú, það þarf að halda uppi ásýnd velmegunar í samtímanum á Íslandi. Ekki er hreyft við því hvað þessi stefna boðar fyrir framtíð þjóðarinnar. Árátta ríkisvaldsins til skuldsetningar komandi kynslóða minnir helst á villtrú en ber einnig vott um gegndarlaust ábyrgðarleysi gagnvart framtíð Íslands. Valdhafarnir leita til lausna fortíðar sem setti þjóðarbúið á hausinn vegna þess að þeir hafa ekkert lært.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar