Handbolti

Sigrar hjá Lemgo og Gummersbach

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir Svavarsson er hér í leik með Lemgo.
Vignir Svavarsson er hér í leik með Lemgo.

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingaliðin Lemgo og Hannover Burgdorf mættust og þar vann Lemgo sigur, 31-25.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo og Hannes Jón Jónsson eitt fyrir Hannover. Lemgo er í sjöunda sæti deildarinnar en Hannover því fjórtánda.

Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach unnu síðan öruggan sigur á Magdeburg, 26-33.

Róbert skoraði þrjú mörk í leiknum en Gummersbach er í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×