Lífið

22 myndir á Stuttmyndadögum

Baldvini Z er í dómnefnd Stuttmyndadaga ásamt  Veru Sölvadóttur er og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. 
fréttablaðið/rósa
Baldvini Z er í dómnefnd Stuttmyndadaga ásamt Veru Sölvadóttur er og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. fréttablaðið/rósa

Alls hafa 22 nýjar íslenskar stuttmyndir verið valdar á Stuttmyndadaga í Reykjavík sem haldnir verða í Kringlubíói á miðvikudag. Tæplega fjörutíu myndir bárust en dómnefndin valdi þær 22 bestu.

Peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. 100.000 krónur eru í verðlaun fyrir fyrsta sætið, 75.000 krónur fyrir annað sætið og 50.000 krónur fyrir það þriðja.

Þá verða áhorfendaverðlaun veitt, auk þess sem Sjónvarpið mun sýna allar verðlaunamyndirnar. Þá verður leikstjóra sigurmyndarinnar boðið á kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

Dagskráin í Kringlubíói hefst kl. 18 á miðvikudag og eru allir velkomnir og það er ókeypis inn.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um málið á heimasíðu stuttmyndadaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.