Lífið

Hafnaði Coke og Pepsi

M.I.A. vildi ekki selja frelsið.
M.I.A. vildi ekki selja frelsið.
Breska söngkonan M.I.A hefur hafnað tilboðum frá gosdrykkjarisunum Coke og Pepsi um að gerast andlit auglýsingaherferða þeirra.

M.I.A segist ekki vera reiðubúin að selja listrænt frelsi sitt, hún vilji bíða í tíu ár og þróa feril sinn enn frekar.

„Einn daginn mun ég segja já og hvað með það? En ég vil þá að þeir peningar nýtist fólkinu í kringum mig og því sem það er að gera," sagði M.I.A en hún hefur verið dugleg við að koma á framfæri ungu fólki í tónlistarbransanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.