Erlent

Wipeout batt enda á ferilinn

Óli Tynes skrifar
Sproiiiing...og svo splass.
Sproiiiing...og svo splass.

Danskur áhættuleikari og leikstjóri meiddist svo illa í dönsku útgáfunni af sjónvarpsþættinum Wipeout að leikferli hans er lokið.

Lasse Spang Olsen var í hópi þekktra sem óþekktra Dana sem fóru til Argentínu til þess að taka þátt í Wipeout.

Hann segir að einhver ný maskína hafi verið hönnuð sem ekki hafi verið prófuð áður. Hann hafi komið hlaupandi og allt í einu hafi járnstöng lamist inn í hnéð á honum. Það hafi verið eins og að verða fyrir bíl á þrjátíu kílómetra hraða.

Viðþetta slitnuðu meðal annars krossbönd í hnénu og Olsen segir að læknar hafi tjáð honum að þetta geti nú gerst aftur við minnstu áreynslu.

Olsen fær engar bætur fyrir þetta enda undirrita þáttakendur skjal um að þeir taki þátt í keppninni á eigin ábyrgð.

Hann segist hinsvegar hafa fengið rangar upplýsingar um hættuna. Sér hafi verið sagt að brautirnar væru ekki hættulegar.

Á sjúkrahúsinu hafi hann hinsvegar fengið að vita að þeir fengju þangað fjölda þáttakenda. Hann hafi sjálfur verið á sjúkrahúsinu með sænskum þáttakanda sem hefði nefbrotnað. Sá væri leikari og brotið nef því ekki sérlega eftirsóknarvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×