Handbolti

Fannar skrifar undir í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fannar í leik gegn Haukum á dögunum. Mynd/Daníel
Fannar í leik gegn Haukum á dögunum. Mynd/Daníel

Handknattleiksmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska félagið Emsdetten í dag.

Fannar kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið allan sinn feril fyrir utan smá tíma með Stjörnunni.

Þjálfari Emsdetten er Patrekur Jóhannesson en hann bauð Fannari að koma með sér út til félagsins og þáði Fannar það tilboð þjálfarans.

Emsdetten leikur í þýsku B-deildinni en tekur þátt í umspili um laust sæti í Bundesligunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×