Innlent

Þyrla sótti veikan sjómann

TF-GNA. Mynd/Guðmundur St Valdimarsson.
TF-GNA. Mynd/Guðmundur St Valdimarsson.

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi með skipverja af þýska togaranum Kiel sem var að veiðum við A-Grænland eða um 480 sml frá Garðskaga þegar skipverjinn fékk slæman brjóstverk síðdegis á laugardag.

Skipstjórinn, sem er íslenskur, hafði samband við sjóbjörgunarstöð á á Grænlandi, sem ekki hafði tök á að senda aðstoð vegna slæms veðurs á svæðinu og var þeim því vísað á Landhelgisgæsluna.

Gæslan bað skipið um að snúa í átt til Íslands og var maðurinn sóttur þegar skipið var statt 150 sjómílur útifyrir Garðskaga. Líðan mannsins var sögð stöðug. Þýski togarinn Kiel er gerður út af dótturfélagi Samherja hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×