Erlent

Seldu styttu á 13 milljarða króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá uppboðinu í dag. Mynd/ AFP.
Frá uppboðinu í dag. Mynd/ AFP.
Sothebys uppboðsfyrirtækið í Lundúnum seldi í dag dýrasta verk sem hefur nokkurn tíma verið selt á uppboði hingað til.

Um var að ræða styttu af manni í raunstærð, eftir svissneska listamanninn Alberto Giacometti, sem var slegin á 65 milljónir punda. Upphæðin jafngildir 13 milljörðum íslenskra króna. Verkið þykir eitt af þeim bestu sem Giacometti gerði.

Það verk sem hafði verið selt hæstu verði þangað til í dag var eftir Picasso, en það seldist árið 2004 fyrir um 11,6 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×