The A-team: þrjár stjörnur 24. júní 2010 10:30 Ekki nóg „Myndin er löng en ekki langdregin en samt ekki nógu öflug til þess að maður hrífist með og gleymi stund og stað,“ segir í dómnum. Fyrsta flokks lið fellur um deildBíó *** The A-Team Leikstjóri: Joe Carnahan Aðalhlutverk: Liam Neeson, Bradley Cooper, Jessica Biel, Sharlto Copley Sjónvarpsþættirnir um úrvalsmálaliðana í The A-Team nutu talsverðra vinsælda á níunda áratug síðustu aldar en á Íslandi tengja sjálfsagt flestir þættina við vöðvatröllið Mr. T sem fór mikinn í þáttunum með hanakamb og skrítið skegg. Hann er annars frægastur fyrir að hafa lamið Stallone í kássu í Rocky III.Þessir fornfrægu sjónvarpsþættir hafa nú öðlast framhaldslíf í bíó í þessari þvottekta sumarmynd þar sem ekkert vantar upp á fjör, sprengingar og hasar en því miður eru herlegheitin hálf sálarlaus og myndina vantar alveg neistann sem skilur frábærar hasarmyndir frá miðjumoði og meðalmennsku.Sá góði maður og fíni leikari Liam Neeson fer fyrir A-liðinu í hlutverki hins eitilharða Hannibals. Þessi margrómaða fjögurra manna herdeild lendir, eftir um það bil áttatíu vel heppnaða leiðangra, í bölvuðu rugli þegar vondir CIA-menn og gráðugir einkahermenn svíkja strákana okkar og klína á þá upplognum sökum. Þeim er þá vísað úr hernum með skít og skömm og stungið í steininn. Ekkert fangelsi er þó nógu rammgert til þess að halda honum Hannibal sem er kominn á stjá fljótlega og smalar sínum mönnum saman í frækilegan hefndarleiðangur.Svo óheppilega vill til að rauði þráðurinn hér er nánast nákvæmlega sá sami og í The Losers sem gengur einnig í kvikmyndahúsum þessa dagana.Þetta er hálf vandræðalegt og í raun skilur fátt annað þessar myndir að nema að leikararnir eru almennt betri í The A-Team og sjálfsagt hefur eitthvað fleiri milljónum dollara verið eytt í þær flugeldasýningar sem hér eru í boði.Liam Neeson skilar sínu með prýði eins og við var að búast og ljær myndinni um leið ákveðinn virðuleika. Bara vegna þess að hann er svo flottur. Restin af genginu er alveg nógu svöl og sjarmerandi til þess að maður nenni að fylgja þessum gaurum alla leið til enda þessarar innantómu og fyrirsjáanlegu baráttu A-liðsins við að hreinsa nafn sitt og öðlast fyrri virðingarsess innan hersins. Myndin er löng en ekki langdregin en samt ekki nógu öflug til þess að maður hrífist með og gleymi stund og stað. Þá vantar alveg alvöru hápunkta með tilheyrandi gæsahúð og endirinn er grútmáttlaus og í lausu lofti og felur í sér að nái þessi mynd að græða nóg verði komið framhald innan skamms.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Innantómur hasar og læti sem ná ekki að heilla þrátt fyrir góða leikara og skemmtilegar persónur. Dæmigerð sumarmynd sem virðist ekki hafa metnað til þess að verða neitt annað. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Fyrsta flokks lið fellur um deildBíó *** The A-Team Leikstjóri: Joe Carnahan Aðalhlutverk: Liam Neeson, Bradley Cooper, Jessica Biel, Sharlto Copley Sjónvarpsþættirnir um úrvalsmálaliðana í The A-Team nutu talsverðra vinsælda á níunda áratug síðustu aldar en á Íslandi tengja sjálfsagt flestir þættina við vöðvatröllið Mr. T sem fór mikinn í þáttunum með hanakamb og skrítið skegg. Hann er annars frægastur fyrir að hafa lamið Stallone í kássu í Rocky III.Þessir fornfrægu sjónvarpsþættir hafa nú öðlast framhaldslíf í bíó í þessari þvottekta sumarmynd þar sem ekkert vantar upp á fjör, sprengingar og hasar en því miður eru herlegheitin hálf sálarlaus og myndina vantar alveg neistann sem skilur frábærar hasarmyndir frá miðjumoði og meðalmennsku.Sá góði maður og fíni leikari Liam Neeson fer fyrir A-liðinu í hlutverki hins eitilharða Hannibals. Þessi margrómaða fjögurra manna herdeild lendir, eftir um það bil áttatíu vel heppnaða leiðangra, í bölvuðu rugli þegar vondir CIA-menn og gráðugir einkahermenn svíkja strákana okkar og klína á þá upplognum sökum. Þeim er þá vísað úr hernum með skít og skömm og stungið í steininn. Ekkert fangelsi er þó nógu rammgert til þess að halda honum Hannibal sem er kominn á stjá fljótlega og smalar sínum mönnum saman í frækilegan hefndarleiðangur.Svo óheppilega vill til að rauði þráðurinn hér er nánast nákvæmlega sá sami og í The Losers sem gengur einnig í kvikmyndahúsum þessa dagana.Þetta er hálf vandræðalegt og í raun skilur fátt annað þessar myndir að nema að leikararnir eru almennt betri í The A-Team og sjálfsagt hefur eitthvað fleiri milljónum dollara verið eytt í þær flugeldasýningar sem hér eru í boði.Liam Neeson skilar sínu með prýði eins og við var að búast og ljær myndinni um leið ákveðinn virðuleika. Bara vegna þess að hann er svo flottur. Restin af genginu er alveg nógu svöl og sjarmerandi til þess að maður nenni að fylgja þessum gaurum alla leið til enda þessarar innantómu og fyrirsjáanlegu baráttu A-liðsins við að hreinsa nafn sitt og öðlast fyrri virðingarsess innan hersins. Myndin er löng en ekki langdregin en samt ekki nógu öflug til þess að maður hrífist með og gleymi stund og stað. Þá vantar alveg alvöru hápunkta með tilheyrandi gæsahúð og endirinn er grútmáttlaus og í lausu lofti og felur í sér að nái þessi mynd að græða nóg verði komið framhald innan skamms.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Innantómur hasar og læti sem ná ekki að heilla þrátt fyrir góða leikara og skemmtilegar persónur. Dæmigerð sumarmynd sem virðist ekki hafa metnað til þess að verða neitt annað.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira