Innlent

Sá sem drakk stíflueyði í samkvæmi er úr allri lífshættu

Maðurinn lá í rúma viku á gjörgæslu eftir að hafa innbyrt stíflueyði.
Maðurinn lá í rúma viku á gjörgæslu eftir að hafa innbyrt stíflueyði.

Maðurinn sem drakk stíflueyði í samkvæmi þar síðustu helgi hefur verið útskrifaður af gjörgæslu Landspítalans.

Maðurinn var staddur í samkvæmi í Eskihlíðinni þegar hann innbyrti stíflueyðinn. Hann komst svo heim til sín þar sem eiginkonan hans hringdi á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að maðurinn var í lífshættu eftir að hafa drukkið stíflueyðinn sem er baneitraður.

Maðurinn, sem er um fertugt, lá þungt haldinn á gjörgæslu í rúma viku. Í fyrstu voru tveir menn grunaðir um að hafa átt þátt í því að maðurinn innbyrti eitrið. Var annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann var húsráðandi í samkvæminu. Honum var sleppt um sólarhring síðar.

Grunur lék svo á að maðurinn hefði hugsanlega drukkið stíflueyðinn fyrir slysni.

Þegar haft var samband við lögregluna í dag fengust þau svör að það væri ekki búið að taka skýrslu af manninum sem innbyrti eitrið eftir að hann losnaði af gjörgæslu Landspítalans. Það stæði þó til.

Þegar er búið að taka skýrslu af öllum þeim sem voru staddir í samkvæminu fyrir um tveimur vikum síðan.

Rannsókn málsins heldur því áfram.


Tengdar fréttir

Enn haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði

Karlmanni um fertugt, sem innbyrti stíflueyði um helgina, er enn haldið sofandi i öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er þungt haldinn, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni þar.

Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós

Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Drakk hugsanlega stíflueyðinn fyrir mistök

Karlmanni sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa átt þátt í því að karlmaður um fertugt innbyrti stíflueyði, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi.

Haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði

Manni sem drakk stíflueyði í Húsasmiðjunni við Skútuvog fyrr í kvöld er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu er líðan mannsins stöðug. Hann var með meðvitund þegar hann kom á spítalann og var honum strax veitt viðeigandi meðferð af sjúkfraflutningamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×