Tollar á landbúnaðarvörur Jóhannes Gunnarsson skrifar 27. september 2010 06:00 Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi. Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 til 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af þeim er afar lítið. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaupsverðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skal hvert aðildarland heimila innflutning á 3-5% af innanlandsneyslu, í þeim tilgangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló og var um tiltölulega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri. Samtök verslunar og þjónustu sendu nýlega erindi til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir þessari breytingu. Samtökin benda á að þessi breyting á tollum auk óhagstæðrar gengisþróunar hafi leitt til þess að innflutningur á grundvelli tollkvóta sé í raun útilokaður. Innfluttar vörur geti einfaldlega ekki keppt við þær innlendu í verði. Innflutt kjöt ber háa tolla en þó er munur á þeim eftir því hvort kjötið kemur frá löndum innan Evrópusambandsins eða utan. Samkvæmt tvíhliða samningi við ESB er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti og 200 tonn af alifuglakjöti án tolla. Rétt eins og með ostana er þessi kvóti boðinn út hér á landi og bætist því við útboðskostnaður. Stjórnvöld koma þannig í veg fyrir að neytendur njóti góðs af milliríkjasamningum sem hafa það markmið að auka viðskipti og lækka vöruverð. Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld endurskoði þá verndarstefnu sem hér hefur verið við lýði með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi. Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 til 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af þeim er afar lítið. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaupsverðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skal hvert aðildarland heimila innflutning á 3-5% af innanlandsneyslu, í þeim tilgangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló og var um tiltölulega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri. Samtök verslunar og þjónustu sendu nýlega erindi til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir þessari breytingu. Samtökin benda á að þessi breyting á tollum auk óhagstæðrar gengisþróunar hafi leitt til þess að innflutningur á grundvelli tollkvóta sé í raun útilokaður. Innfluttar vörur geti einfaldlega ekki keppt við þær innlendu í verði. Innflutt kjöt ber háa tolla en þó er munur á þeim eftir því hvort kjötið kemur frá löndum innan Evrópusambandsins eða utan. Samkvæmt tvíhliða samningi við ESB er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti og 200 tonn af alifuglakjöti án tolla. Rétt eins og með ostana er þessi kvóti boðinn út hér á landi og bætist því við útboðskostnaður. Stjórnvöld koma þannig í veg fyrir að neytendur njóti góðs af milliríkjasamningum sem hafa það markmið að auka viðskipti og lækka vöruverð. Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld endurskoði þá verndarstefnu sem hér hefur verið við lýði með hagsmuni neytenda að leiðarljósi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar