Handbolti

Norðmenn tryggðu sig inn í milliriðilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Noregs og Úkrainu í kvöld.
Úr leik Noregs og Úkrainu í kvöld.

Norðmenn gulltryggðu sig inn í milliriðil Íslands í kvöld með naumum sigri á Úkraínu, 31-29. Havard Tvedten atkvæðamestur Norðmanna með 8 mörk.

Lars Erik Björnsen skoraði 7 og Steinar Ege varði tíu skot.

Norðmenn fara inn í milliriðilinn með tvö stig rétt eins og Danir. Ísland byrjar milliriðilinn með þrjú stig, Króatía fjögur og Austurríkismenn eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×