Innlent

Tugmilljóna króna fjárdráttur í Hvítasunnusöfnuðinum

Ingimar Karl Helgason skrifar
Upp hefur komist um tugmilljóna króna fjárdrátt hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Málið verður kært til lögreglunnar, en það verður kynnt söfnuðinum á félagsfundi í kvöld.

Þúsundir manna eru í Hvítasunnusöfnuðum sem starfa víða um land. Forsvarsmenn söfnuðanna komust á snoðir um að líklega 25 milljónir hafi horfið af reikningum hans á sex ára tímabili; frá árinu 2004 til dagsins í dag, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þetta mun eiga við sjóði Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.

Ábendingar um að eitthvað kynni að vera misjafnt í bókhaldinu leiddu til rannsóknar hvítasunnumanna á eigin bókhaldi. Fyrrverandi framkvæmdastjóri mun hafa játað og hefur verið leystur frá störfum. Heimildir fréttastofu herma enn fremur að Hvítasunnukirkjan ætli að kæra málið til lögreglu.

Vörður Leví Traustason, forstöðumaður hjá Fíladelfíu í Reykjavík, vildi ekki ræða málið við fréttastofu. Sagði það eitt að haldinn yrði safnaðarfundur í kvöld klukkan átta.










Tengdar fréttir

Fjárdrátturinn mikið áfall fyrir Hvítasunnukirkjuna

Fjárdrátturinn í Hvítasunnukirkju er mikið áfall fyrir Hvítasunnukirkjuna, safnaðarmeðlimi og samstarfsmenn framkvæmdastjórans sem grunaður er um fjárdráttinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hvítasunnukirkjan á Íslandi hefur sent frá sér vegna fjárdráttar fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Hvítasunnukirkjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×