Lífið

Snýst um að halda lífi í Kvosinni

Endless Dark kemur fram á tónlistarhátíðinni Músmos í Kvosinni í Mosfellsbæ á morgun.
Endless Dark kemur fram á tónlistarhátíðinni Músmos í Kvosinni í Mosfellsbæ á morgun.

„Þetta snýst um að halda lífi í Kvosinni og gefa ungum og upprennandi tónlistarmönnum tækifæri til að koma fram,“ segir Teitur Björgvinsson, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Músmos.

Músmos verður haldin í þriðja skipti í Kvosinni í Mosfellsbæ klukkan 15 á morgun. Fjölmargar hljómsveitir koma fram og flestar eiga þær sameiginlegt að tengjast Mosfellsbæ á einn eða annan hátt, en þessar hljómsveitir eru: Mystur, Snjólugt, Cancer City, St. Peter the Leader, Endless Dark, Of Monsters and Men, For a Minor Reflection og söngkonunar María Ólafsdóttir og Hreindís Ylfa.

„Eina hljómsveitin sem hefur ekki tengingu við Mosfellsbæ er Endless Dark,“ segir Teitur. „Okkur langaði að hafa þekktari og stærri hljómsveit með til að þessar ungu og upprennandi hljómsveitir fái tækifæri til að spila með þeim. Svo að þetta sé meiri spenna fyrir ungu hljómsveitirnar. Hljómsveitirnar hafa iðulega haft einhverja tengingu – þó að það sé ekki algjör skylda. Við höfum gaman af því að styðja við unga tónlistarmenn í Mosfellsbæ.“

Teitur hefur sjálfur komið fram í Kvosinni. Hann segir svæðið fullkomið fyrir tónleikahald og Kvosin sé uppáhaldstónleikasvæði hljómsveitarinnar We Made God, en meðlimir hennar hafa mært Kvosina í viðtölum við erlenda fjölmiðla.

En er ekki hátíðin opin fólki frá öllum landsvæðum?

„Algjörlega. Við hvetjum sem flesta til að koma,“ segir Teitur.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.