Þarf 5% hagvöxt næstu árin til að atvinnuleysi falli í 2% 22. febrúar 2010 14:25 Sé gengið út frá því að hverri prósentu í hagvexti fylgi 0,4% fjölgun starfa á næstu árum, og spár um 3% samdrátt landsframleiðslu á þessu ári gangi eftir, þá þarf hagvöxtur að vera 5% hvert áranna 2011-2015 til þess að störfum fjölgi um 16.000 og að atvinnuleysið falli niður í 2%.Þetta kemur fram í frétt um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að verði hagvöxtur minni, t.d. 3,5% að jafnaði, eins og hann hefur verið síðustu hálfa öld, þá verður atvinnuleysi 5,5% árið 2015 samkvæmt sömu forsendum og ef hagvöxtur verður 2% þá verður atvinnuleysi rúm 8% árið 2015.Á árunum 1963 til 2009 var hagvöxtur, þ.e. raunvöxtur landsframleiðslunnar, 3,6% að meðaltali árlega en störfum fjölgaði um 1,8% að meðaltali. Þannig fjölgaði störfum um hálfa prósentu við hverja prósentu í hagvexti á þessu tímabili. Á síðustu tveimur áratugum hefur hagvöxtur á Ísland ekki verið eins vinnuaflsfrekur og áður var og þetta hlutfall farið lækkandi.Á árunum 1999-2009 fjölgaði störfum um 0,33% að jafnaði við hverja prósentu í hagvexti og á árunum 1989-1999 um 0,38%. Þessi hlutföll verður að hafa í huga þegar fjallað er um hvað þurfi mikinn hagvöxt til vinna á bug á núverandi atvinnuleysi og mæta þeirri fjölgun sem fyrirsjáanleg er á fólki á vinnualdri næstu árin.Árið 2009 var fjöldi starfandi manna í landinu 167.800, atvinnulausir 13.100 og vinnuaflið þar af leiðandi 180.900. Sé ekki gert ráð fyrir neinum búferlaflutningum að eða frá landinu, þ.e. að jafnvægi verði milli aðfluttra og brottfluttra, má búast við að vinnuafli fjölgi um 0,6-0,8% árlega.Vinnuaflið verður samkvæmt því 188.000 manns árið 2015 og fjölgar um 7.000 manns frá árinu 2009. Það þurfa því að verða til 20.000 ný störf til þess að atvinnuleysi árið 2015 verði ekkert og ef störfum fjölgar um 16.000 mun atvinnuleysi verða liðlega 2%, sem verður að teljast ásættanlegt markmið.Gera má ráð fyrir að hagvöxtur á komandi árum verði tiltölulega mannaflsfrekur vegna lágs raungengis krónunnar og mikils vaxtar þjónustugreina á borð við ferðaþjónustu þar sem fremur lítil fjárfesting er að baki hvers starfs miðað við framleiðslugreinar. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Sé gengið út frá því að hverri prósentu í hagvexti fylgi 0,4% fjölgun starfa á næstu árum, og spár um 3% samdrátt landsframleiðslu á þessu ári gangi eftir, þá þarf hagvöxtur að vera 5% hvert áranna 2011-2015 til þess að störfum fjölgi um 16.000 og að atvinnuleysið falli niður í 2%.Þetta kemur fram í frétt um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að verði hagvöxtur minni, t.d. 3,5% að jafnaði, eins og hann hefur verið síðustu hálfa öld, þá verður atvinnuleysi 5,5% árið 2015 samkvæmt sömu forsendum og ef hagvöxtur verður 2% þá verður atvinnuleysi rúm 8% árið 2015.Á árunum 1963 til 2009 var hagvöxtur, þ.e. raunvöxtur landsframleiðslunnar, 3,6% að meðaltali árlega en störfum fjölgaði um 1,8% að meðaltali. Þannig fjölgaði störfum um hálfa prósentu við hverja prósentu í hagvexti á þessu tímabili. Á síðustu tveimur áratugum hefur hagvöxtur á Ísland ekki verið eins vinnuaflsfrekur og áður var og þetta hlutfall farið lækkandi.Á árunum 1999-2009 fjölgaði störfum um 0,33% að jafnaði við hverja prósentu í hagvexti og á árunum 1989-1999 um 0,38%. Þessi hlutföll verður að hafa í huga þegar fjallað er um hvað þurfi mikinn hagvöxt til vinna á bug á núverandi atvinnuleysi og mæta þeirri fjölgun sem fyrirsjáanleg er á fólki á vinnualdri næstu árin.Árið 2009 var fjöldi starfandi manna í landinu 167.800, atvinnulausir 13.100 og vinnuaflið þar af leiðandi 180.900. Sé ekki gert ráð fyrir neinum búferlaflutningum að eða frá landinu, þ.e. að jafnvægi verði milli aðfluttra og brottfluttra, má búast við að vinnuafli fjölgi um 0,6-0,8% árlega.Vinnuaflið verður samkvæmt því 188.000 manns árið 2015 og fjölgar um 7.000 manns frá árinu 2009. Það þurfa því að verða til 20.000 ný störf til þess að atvinnuleysi árið 2015 verði ekkert og ef störfum fjölgar um 16.000 mun atvinnuleysi verða liðlega 2%, sem verður að teljast ásættanlegt markmið.Gera má ráð fyrir að hagvöxtur á komandi árum verði tiltölulega mannaflsfrekur vegna lágs raungengis krónunnar og mikils vaxtar þjónustugreina á borð við ferðaþjónustu þar sem fremur lítil fjárfesting er að baki hvers starfs miðað við framleiðslugreinar.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent