Skoðun

Framboð til stjórnlagaþings: Maríanna Bergsteinsdóttir

Ég heiti Maríanna Bergsteinsdóttir og er í framboði til stjórnlagaþings. Ég er 33 ára dýralæknir, búsett í Biskupstungunum, ásamt manni og 3 börnum.

Mig langar að vera með að leggja nýjan hornstein að sanngjörnu samfélagi. Ég hef mikin áhuga á að ræða og skoða allar hliðar stjórnarskrárinnar og búa okkur til stjórnarskrá sem við erum sátt við sem þjóð.

Ég vil færa mannréttindakaflan fremst í stjórnarskrána.

Tryggja þrískiptingu valds, eða jafnvel að skipta valdinu upp enn meira.

Tryggja að auðlindirnar verði í eigu okkar, fólksins í landinu.

Beint lýðræði og persónukjör. Gera minnihluta þingmanna kleyft að senda mál til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og gert er í Danmörku (hefur ekki valdið mörgum þjóðaratkvæðagreiðslum þar, en eykur áhrif minnihlutans í ríkisstjórninni).

Ég er ekki í neinum stjónrmálaflokk og hagsmunatengsl mín eru engin.

Frekari upplýsingar eru á Facebook heimasíðu minni Maríönnu Bergsteinsdóttur til stjórnlagaþings.






Skoðun

Sjá meira


×