Grýla í augum trúaðra 9. september 2010 15:00 Reynir Harðarson telur bók Dawkins eiga sérlega mikið erindi við Íslendinga nú um mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. Fréttablaðið/gva Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira