Grýla í augum trúaðra 9. september 2010 15:00 Reynir Harðarson telur bók Dawkins eiga sérlega mikið erindi við Íslendinga nú um mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. Fréttablaðið/gva Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira