Grýla í augum trúaðra 9. september 2010 15:00 Reynir Harðarson telur bók Dawkins eiga sérlega mikið erindi við Íslendinga nú um mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. Fréttablaðið/gva Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira